Skip to main content
All Posts By

a8

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur 7. apríl

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur verður haldinn miðvikudaginn 7. apríl kl. 20:00 í ráðstefnusal Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1.

Dagskrá:
1. Skýrslur formanns og framkvæmdastjóra
2. Reikningar félagsins
3. Lagabreytingar
4. Kosning stjórnar
5. Kosning fulltrúa á aðalfund SÍ
6. Önnur mál
Kaffihlé
7. Fyrirlestur: Verðmætamat Heiðmerkur

Daði Már Kristófersson, lektor við Háskóla Íslands, ásamt Kristínu Eiríksdóttur, doktorsnema við Háskóla Íslands, halda fyrirlestur um verðmætamat Heiðmerkur.

Allir velkomnir.

Opið hús skógræktarfélaganna: Kolefnisbinding og skógrækt

Með Fræðsla

Fimmta Opna hús ársins 2010 verður þriðjudagskvöldið 6. apríl og hefst kl. 20:00, í fundarsal á jarðhæð Arion-banka, Borgartúni 19. Gengið er inn um aðaldyr að austanverðu og er salurinn svo á vinstri hönd.

Bjarni Diðrik Sigurðsson, brautarstjóri Skógfræði og landgræðslu við Landbúnaðarháskóla Íslands, mun fjalla um kolefnisbindingu og skógrækt. Fjallað verður um kolefnishringrás jarðar og mikilvægi skóga og skógræktar í henni. Hverjir eru möguleikarnir að vinna á móti síhækkandi styrk gróðurhúsalofttegunda með skógrækt og öðrum breytingum á landnýtingu? Mikilvægi skógræktar og annarrar landnýtingar í mótvægisaðgerðum íslenskra stjórnvalda gegn loftslagsbreytingum. Einnig verður gefið yfirlit yfir íslenskar rannsóknir á kolefnisbindingu með skógrækt og stöðu þekkingar á þeim málum í dag.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

oh-kolefnisbinding
Það eru ekki bara við mannfólki sem losar gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið – stundum sér náttúran um það sjálf, eins og í gosinu á Fimmvörðuhálsi (Mynd: BJ).

Landgræðsla ríkisins: Orð í belg – Belgjurtir og notkun þeirra til landbóta

Með Fundir og ráðstefnur

Málþing í Gunnarsholti 8. apríl 2010

Belgjurtir eru áburðarverksmiður náttúrunnar. Örverur sem lifa í sambýli við þær binda nitur og leysa fosfór úr jarðvegi og auka þannig frjósemi landsins. Áburðarverðshækkanir síðustu ára hafa aukið áhuga manna á að nýta belgjurtir meira í ræktun og spara þannig áburð.

Þingið er öllum opið og ekkert þátttökugjald. Fundarstjóri er Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar LBHÍ.

Dagskrá:
10:00-10:10 Setning
-Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri
10:10-10:35 Belgjurtir á Íslandi
– Halldór Sverrisson, lektor, LBHÍ
10:35-11:00 Kleinukaffi
11:00-11:20 Þýðing belgjurta í ræktun á heimsvísu
– Áslaug Helgadóttir, prófessor, LBHÍ
11:20-11:40 Starf og niðurstaða lúpínunefndar
– Sigurður H. Magnússon, sérfræðingur, NÍ
11:40-12:00 Umræður
12:00-13:00 Léttur hádegisverður
13:00-13:40 Belgjurtir til landbóta
Magnús H. Jóhannsson, sérfræðingur, Lr.
13:40-14:10 Niturbinding og niturflutningur
– Þórey Ólöf Gylfadóttir, lektor, LBHÍ
14:10-14:30 Belgjurtir að handan
– Kristín Svavarsdóttir, sérfræðingur, Lr.
14:30-14:50 Hugleiðingar um notkun belgjurta til landbóta
– Samson B. Harðarson, lektor, LBHÍ
14:50-16:00 Umræður, samantekt og fundarslit


Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi þriðjudaginn 6. apríl, á netfangið:
jon.ragnar.bjornsson (hjá) land.is

Aðalfundur Skógræktarfélags Kópavogs

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Kópavogs verður haldinn mánudaginn 29. mars 2010 kl. 20:00 í Sal Framsóknarfélaganna að Digranesvegi 12.

Dagskrá fundar:

  • Aðalfundarstörf skv. lögum félagsins
  • Erindi: Þættir af trjárækt í Kópavogi. Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogs fjallar um trjá- og skógrækt í bænum í máli og myndum.

Veitingar í boði félagsins

Opið hús skógræktarfélaganna: Eplatré á Íslandi

Með Fræðsla

Fjórða Opna hús ársins 2010 verður þriðjudagskvöldið 23. mars og hefst kl. 20:00, í fundarsal á jarðhæð Arion-banka, Borgartúni 19. Gengið er inn um aðaldyr að austanverðu og er salurinn svo á vinstri hönd.

Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur mun segja frá eplatrjám á Íslandi, en hann er þekktur í garðyrkjugeiranum fyrir ræktun sína, hefur honum tekist að rækta eplatré og önnur ávaxtatré í garðinum sínum, er stendur alveg niður við sjó. Einnig verður komið inn á önnur ávaxtatré, sem reynslan sýnir að geta vaxið hér á landi, ef vel er að hugað.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

oh-eplatre
Girnileg epli á tré í Reykjavík (Mynd: RF).

 

Reykjavíkur Akademían: Málstofa um áhrif loftslagsbreytinga á náttúru, lífríki og samfélag

Með Fundir og ráðstefnur

Reykjavíkur Akademían stendur fyrir tveimur málstofum um áhrif loftslagsbreytinga á náttúru, lífríki og samfélag.  Markmiðið er að fá  gott yfirlit yfir staðreyndir og hugsanlegar afleiðingar fyrir Ísland og Norðurslóðir, þær breytingar sem orðið hafa og þær sem kunna að verða.

Málstofurnar verða  í húsakynnum Reykjavíkur Akademíunnar á Hringbraut 121, 4. hæð, laugardagana 20. mars og 10. apríl, kl. 13 – 15:30
 
Laugardaginn 20. mars kl. 13:00:
Náttúran næst okkur

Jöklar á Íslandi  Helgi Björnsson, jöklafræðingur, prófessor, Háskóla Íslands
Lífríki sjávar og loftslagsbreytingar  Ólafur S. Ástþórsson, aðstoðarforstjóri Hafrannsóknastofnunar
Gróður og vistkerfi  Ingibjörg  Svala Jónsdóttir, vistfræðingur, prófessor, Háskóla Íslands
Fuglar á faraldsfæti  Einar Ó Þorleifsson, náttúrufræðingur, Reykjavíkur Akademíunni
Loftslag og landnýting  Bjarni Diðrik Sigurðsson, vistfræðingur prófessor Landbúnaðarháskóla Íslands

Laugardaginn 10. apríl kl. 13:00:  
Hnattrænt samhengi  og hugsanleg áhrif loftslagsbreytinga á búsetu, atvinnulíf og menningu
 
Meðal fyrirlesara verður Halldór Björnsson, veðurfræðingur, Veðurstofu Íslands og Björk Bjarnadóttir umhverfisþjóðháttafræðingur sem flytur erindið „Hún heitir móðir jörð og hún er með hita“ – um upplifanir og útskýringar frumbyggja Kanada á loftslagsbreytingum.

reykak-loftslag1
Hánorræn tegund – helsingjar á Jökulsárlóni (Mynd: Jennifer Levy).

Aðalfundur Skógræktarfélags skáta við Úlfljótsvatn 25. mars

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags skáta við Úlfljótsvatn verður haldinn í húsakynnum Bandalags íslenskra skáta að Hraunbæ 123 fimmtudaginn 25. mars og hefst hann kl. 20:00.

Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Veitingar í boði félags.
3. Erindi: Jón Guðmundsson, sem þekktur er fyrir ræktun ávaxtatrjáa, mun fjalla um hvernig hægt er að rækta „suðræna“ ávexti hérlendis.

Allir velkomnir.

 

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 18. mars í Hafnarborg Strandgötu 34. Fundurinn hefst kl. 20.00.

Dagskrá:

• Venjuleg aðalfundarstörf.
• Önnur mál.
• Dr. Aðalsteinn Sigurgeirsson forstöðumaður Rannsóknarstöðvar skógræktar á Mógilsá flytur erindi sem hann nefnir „Rannsóknir og þróun í skógrækt“.

Kaffiveitingar í boði félagsins í hléi.

Stjórn Skógræktarfélags Hafnarfjarðar

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2010 verður haldinn mánudaginn 15. mars og hefst kl. 20:00. Fundarstaður er safnaðarheimilið Kirkjuhvoll við Kirkjulund.

DAGSKRÁ:
1.       Venjuleg aðalfundarstörf:
1.1.         Kjör fundarstjóra
1.2.         Skýrsla stjórnar 2009
1.3.         Reikningar félagsins 2009
1.4.         Ákvörðun um félagsgjöld 2010
1.5.         Stjórnarkjör. Kjósa skal þrjá aðalmenn og tvo til vara auk skoðunarmanns.
2.       Önnur mál
3.       Kaffiveitingar í boði félagsins
4.       Aukin fjölbreytni í yndisskógrækt — Ólafur Njálsson frá Gróðrastöðinni Nátthaga í Ölfusi flytur.

Félagsmenn eru hvattir til þess að gefa kost á sér til stjórnarstarfa

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar

Opið hús skógræktarfélaganna – Rannsókn á virði Heiðmerkur

Með Fræðsla

Þriðja Opna hús ársins 2010 verður þriðjudagskvöldið 9. mars og hefst kl. 20:00, í fundarsal á jarðhæð Arion-banka, Borgartúni 19. Gengið er inn um aðaldyr að austanverðu og er salurinn svo á vinstri hönd.

Daði Már Kristófersson, lektor í náttúruauðlindahagfræði hjá Háskóla Íslands, mun segja frá rannsókn sem gerð var á virði Heiðmerkur, en rannsóknin laut að mati á þeirri þjónustu sem vistkerfi veita samfélaginu. Notaðar voru mismunandi hagrænar aðferðir við að meta einstaka þjónustuþættir Heiðmerkur, en Heiðmörk er allt í senn, vatnsverndarsvæði, fjölbreytt útivistarsvæði og  vöxtulegt skóglendi.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

oh-virdiheidmerkur
Hluti Heiðmerkur nú í febrúar (Mynd: BJ).