Skip to main content
All Posts By

a8

Þemadagar NordGen-Skog 9.-10. nóvember

Með Fundir og ráðstefnur

Næstu þemadagar NordGen-Skog verða haldnir í Eyjafirði 9.-10. nóvember næst komandi og er efni þeirra plöntugæði (sjá á heimasíðu NordGen – hér).

Dagskrá:
Þriðjudagur 9. nóvember
 – Fundarstjóri Björn B. Jónsson
– Þýðing á sænskum fyrirlestrum – Aðalsteinn Sigurgeirsson

09:00-09:10 Setning – Valgerður Jónsdóttir, NordGen-skog
09:10-09:40  Plöntugæði út frá sjónarhóli ræktanda – Katrín Ásgrímsdóttir, Sólskógum 
09:40–10:10  Plöntugæði út frá sjónarhorni kaupanda – Hallur Björgvinsson, SLS
10:10-10:30  Kaffi
10:30-11:15  Plöntugæði- prófanir og áreiðanleiki– Anders Mattsson Högskolan Dalarna (Plantkvalitet- tester och tillförlitlighet)
11:15-11:50 Gæðaprófanir á Íslandi – Hrefna Jóhannesdóttir,  Mógilsá
11:50-12:20  Fyrirspurnir og umræður
12:20-13:15 Matur

– Fundarstjóri Brynjar Skúlason
13:15-14:00 Hvað eru plöntugæði og hvernig er ferlið frá fræi til foldar- Peter Melin, Svenska skogsplantor (Plantkvalitet i praktiken! -Vad är bra plantkvalitet? -Hur gör vi, från beställning till etablering i fält)
14:00-14:30 Sjúkdómar í plöntuuppeldi – Halldór Sverrisson, Mógilsá
14:30-15:00 Evrópulerki og framleiðsluaðferðir – Ólafur Njálsson, Nátthaga
15:00-15:20 Kaffi
15:20-17:30 Skoðunarferð í Sólskóga
19:00  Kvöldverður og huggulegheit

Miðvikudagur 10. nóvember
Fundarstjóri – Hrefna Jóhannesdóttir
09:00-09:40   Plöntuframleiðsla, staðan í dag og horfur næstu ár – Peter Melin, Svenska skogsplantor (Plantproduktion i Svenska Skogsplantor AB -Hur ser det ut i dag? -Vad kommer att hända under de närmaste åren)
09:40-10:15 Útboð og staðlar – Valgerður Jónsdóttir, NLS
10:15-10:30 Kaffi
10:30-11:00 Áhrif áburðarhleðslu sitkabastarðs í gróðrarstöð á vöxt og lifun í foldu. – Rakel J. Jónsdóttir, NLS
11:00-11:30 Opið
11:30-12:30 Umræðuhópar
-Aðkallandi tilraunir
-Staðlar og útboð
– Sjúkdómar
-Gæðaprófanir.
12:30-13:10 Matur

– Fundarstjóri Valgerður Jónsdóttir
13:10-14:00 Umræðuhópar frh.
14:00-14:30 Umræðuhópar geri grein fyrir niðurstöðum
14:30-15:00 Umræður
15:00- 15:15  Samantekt/niðurstöður og ráðstefnuslit:  Aðalsteinn Sigurgeirsson.

Skráning fyrir 1. nóvember á netfangið valgerdur (hjá) nls.is.

Skráningareyðublað (.doc)

 

Ráðstefna: Fríða björk – vaxandi auðlind!

Með Fundir og ráðstefnur

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) stendur fyrir ráðstefnu til heiðurs íslenska birkinu. Ráðstefnan er haldin að Reykjum í Ölfusi föstudaginn 5. nóvember 2010 og er ætluð öllu fagfólki í trjárækt sem og öðru áhugafólki.

Dagskrá

09:30 – 09:40  Setning ráðstefnunnar
– Ágúst Sigurðsson rektor LbhÍ
09:40 – 10:10    Vistfræði birkis 
– Ása L. Aradóttir, prófessor LbhÍ 
10:10 – 10:40 Kynblöndun birkis og fjalldrapa – yfirlit yfir íslenskar aðstæður
– Ægir Þór Þórsson, garðyrkjuráðunautur Bændasamtökum Íslands. 
10:40 – 11:00 Kaffihlé
11:00 – 11:30   Kynbætur á birki, Embla I og II
– Þorsteinn Tómasson, skrifstofustjóri sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneyti
11:30 – 12:00     Drög að stefnu í verndun og endurheimt birkiskóga
– Þröstur Eysteinsson, fagmálastjóri Skógræktar ríkisins.
12:00 – 13:00 Hádegisverður
13:00 – 13:30 Birki í skógrækt  – áætlun til framtíðar
– Hreinn Óskarsson, skógarvörður  á Suðurlandi.
13:30 – 14:00 Framleiðsla skógarplantna af birki
– Jón Kristófer Arnarson, verkefnisstjóri LbhÍ
14:00 – 14:30  Birki í garða – notkun, framleiðsla og fleira. 
– Steinar Björgvinsson, skógfræðingur Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar.
14:30 – 14:50  Kaffihlé
14:50 – 15:20  Birkiplágur
– Guðmundur Halldórsso,n rannsóknarstjóri Landgræðslu ríkisins.
15:20 – 15:40  Fagurfræði birkis
– Helena Guttormsdóttir, aðjúnkt Lbhí
 15:40 – 16:00 Fyrirspurnir og umræður í pallborði

 

Ráðstefnustjóri er Björgvin Örn Eggertsson, LbhÍ
Ráðstefnugjald er kr. 3.900 (hádegismatur og kaffi innifalið) og millifærist á reikning  0354-26-4237, kt. 411204-3590, skrá nafn þátttakanda í skýringar.


Skráning fer fram á netfanginu
endurmenntun (hjá) lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími) eða í síma 433-5000 til 4 nóvember.

 

Tæknileg tímamót í skógrækt

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Reykjavíkur tók í gær í notkun fyrstu sérhæfðu útkeyrsluvél í skógi (skodare) á landinu, en hingað til hefur verið notast við traktorsspil og traktorsvagna við flutning trjábola út úr skóginum. Útkeyrsluvélinni fylgir mikill vinnusparnaður, auk þess sem hún fer mun betur með skógarbotninn.

Vélin er sænsk, af gerðinni Alstor 8X8, keypt í gegnum Garðheima. Fyrir þá sem vilja kynna sér vélina nánar má benda á heimasíðu Alstor (hér).

utkeyrsluvel

Þröstur Ólafsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur (t.h.), tekur formlega við vélinni frá Kristian Laurell, forstjóra Alstor.  Óli finnski skógarvörður í Heiðmörk er á vélinni (Mynd: Sk.Rvk.).

 

Aðalfundur samtakanna Umhverfi og vellíðan

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur samtakanna Umhverfi og vellíðan verður haldinn mánudaginn 1. nóvember kl. 20, í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Gerðubergi  3-5.

Dagskrá
1. Venjuleg aðalfundstörf
2. Erindi Páll Líndal doktorsnemi í Umhverfissálarfræði.
Streita og umhverfi sjúkrastofnanna.
3. Verkefni samtakanna kynnt
a) Guðrún Ástvaldsdóttir segir frá gróðursetningu með börnum við Engjaskóla.
b) Morten Lange greinir frá verkefni sem unnið er í samvinnu við bíllausan lífstíl.
c) Rut Káradóttir og Páll Líndal segja frá verkefni samtakanna á göngudeild
Landspítalans.
d) Auður I Ottesen segir frá gróðursetningargjörningi með foreldrum og starfsfólki
leikskólans Nóaborg, en þar voru settir niður berjarunnar og ávaxtatré.

Nánari upplýsingar í skjali hér (pdf).

Fuglavernd: Fuglaskoðun í Fossvogskirkjugarði

Með Ýmislegt

Fuglavernd stendur fyrir fuglaskoðun í Fossvogskirkjugarði sunnudaginn 31. október. Lagt verður af stað frá bílastæðinu við Fossvogskirkju kl. 14. Edward Rickson fuglaskoðari með meiru mun leiða gönguna. Veðurspáin er ágæt og mikið fuglalíf í garðinum um þessar mundir.

Upplagt að kíkja á haustliti og ber á trjánum í leiðinni!

Munið eftir að taka sjónaukann með.

Allir velkomnir.

Opið hús skógræktarfélaganna – Skógarferð til Færeyja

Með Fræðsla

Opið hús skógræktarfélaganna að hausti verður fimmtudagskvöldið 7. október  og hefst kl. 20:00, í fundarsal á jarðhæð Arion-banka, Borgartúni 19. Gengið er inn um aðaldyr að austanverðu og er salurinn svo á vinstri hönd.

Sagt verður í máli og myndum frá skógarferð til Færeyja, sem Skógræktarfélag Íslands stóð fyrir nú í haust.  Ferðasagan verður rakin og fjallað um skóg- og trjárækt í Færeyjum.  Upplagt tækifæri til að kynnast minna þekktri hlið á eyjunum!

Skógræktarfélagið hefur um árabil staðið fyrir vinsælum kynnisferðum til annarra landa. Þetta hafa verið fjölsóttar ferðir, þar sem leið ferðalanga liggur oft um óhefðbundnar slóðir, fela í sér mikla náttúruskoðun og góða leiðsögn.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

oh-fo
Skógarreiturinn Úti í Gröv (Mynd: RF).

Jólaskógurinn í Brynjudal – byrjað að bóka!

Með Ýmislegt

Eins og undanfarin ár tekur Skógræktarfélag Íslands á móti skipulögðum hópum sem efna til fjölskylduferða í jólatrjáaskóginn í Brynjudal. Í flestum tilvikum er um að ræða fyrirtæki eða starfsmannafélög þeirra, sem mörg hver koma á hverju ári og er heimsókn í jólaskóginn orðinn ómissandi þáttur í jólahaldinu hjá mörgum.

Byrjað er að taka niður bókanir fyrir jólin í ár, en tekið verður á móti hópum helgarnar 4.-5., 11.-12. og 18.-19. desember, auk  sunnudagsins 28. nóvember. Athugið að hér gildir fyrstur kemur – fyrstur fær.  Nú þegar eru nokkrir tímar fullbókaðir, þannig að það er betra að bóka dag og tíma fyrr frekar en síðar til að vera viss um að fá tíma sem hentar.

Til að bóka heimsókn eða fá nánari upplýsingar hafið samband við Skógræktarfélag Íslands  í síma 551-8150 eða á netfangið skog (hjá) skog.is.

brynjudalur-boka

Skógarganga með Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar og Krabbameinsfélagi Hafnarfjarðar

Með Skógargöngur

Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar bjóða til skógargöngu næstkomandi fimmtudag 30. september kl. 19:30.

Safnast verður saman við Gróðrarstöðina Þöll við Kaldársselsveg og þaðan verður gengið um skógarsvæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Við upphaf göngunnar flytur formaður Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar, Þóra Hrönn Njálsdóttir, stutt ávarp og að því loknu mun Steinar Björgvinsson, skógfræðingur, vera með leiðsögn um skóginn og flytja stutta hugleiðingu um gildi skógarins í eflingu lýðheilsu. Þá mun Sigurður Pálsson, rithöfundur, flytja frumort ljóð.

Gert er ráð fyrir að skógargangan taki um eina klukkustund og að göngu lokinni verður boðið upp á kaffi og meðlæti í húsakynnum Þallar.

Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, hvetja sem flesta til að taka þátt í göngunni og njóta útiveru í fallegu umhverfi skógarins.

krabbaganga