Skip to main content
All Posts By

a8

Skrifstofa Skógræktarfélags Íslands lokuð 10. – 12. apríl

Með Ýmislegt

Skrifstofa Skógræktarfélags Íslands verður lokuð eftir hádegi 10. apríl og allan daginn dagana 11. – 12. apríl, þar sem starfsfólk Skógræktarfélags Íslands verður á Fagráðstefnu skógræktar á Akureyri. Skrifstofan opnar svo aftur á venjulegum tíma föstudaginn 13. apríl.

Ef nauðsynlega þarf að ná í starfsmann má finna netföng og farsímanúmer starfsfólks hér á heimasíðunni.

Aðalfundur Skógræktarfélags Akraness 2018

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Akraness verður haldinn mánudaginn 9. apríl 2017 kl. 20:00 í Grundaskóla.

Dagskrá

  1. Venjuleg aðalfundarstörf.
  2. Verkefnið Líf í lundi 23. júní 2018. Þátttaka Skógræktarfélags Akraness í verkefninu. Framsaga: Katrín og Reynir.
  3. Verkefnaskrá ársins 2018. Félagið fær meira land til skógræktar í Slögu og við þjóðveginn. Einnig fær félagið væntanlega sjálfboðaliða til að aðstoðar, m.a. að útbúa aðstöðu fyrir nýjar plöntur í Slögu (vatnsveita, pallur).
  4. Önnur mál.

Kaffiveitingar.

Málstofa: Skógurinn skemmir útsýnið en hvað gerir hann annað fyrir okkur?

Með Fundir og ráðstefnur

Skógræktar- og landgræðslufélagið Landbót, í samstarfi við Vopnafjarðarhrepp og Austurbrú, standa fyrir málstofu á Vopnafirði í tilefni Alþjóðlegs dags skóga 21. mars

Málstofan verður haldin í Miklagarði á Vopnafirði laugardaginn 7. apríl kl. 13:30-16:30.

 

Dagskrá

Setning málstofu: Else Möller, verkefnistjóri Austurbrúar og formaður Landbótar.

Erindi
1. Lárus Heiðarson – skógfræðingur – Skógræktin
2. Einar Gunnarsson – skógfræðingur – Skógræktarfélag Íslands
3. Guðrún Schmidt – fræðslufulltrúi – Landgræðslan

Kl. 15:00 Hlé og kaffi
4. Anna Berg Samúelsdóttir – Umhverfisstjóri Fjarðarbyggðar
5. Magnús Már Þorvaldsson – fulltrúi Vopnafjarðarhrepps
6. Umræður (fundastjóri Björn Halldórsson)

Léttar veitingar og allir velkomnir!

Stjórn Landbótar

Aðalfundur Skógræktarfélags Borgarfjarðar 2018

Með Skógargöngur

Aðalfundur Skógræktarfélags Borgarfjarðar verður haldinn í Alþýðuhúsinu Borgarnesi næstkomandi laugardag 7. apríl og hefst kl. 13:00. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf; skýrsla flutt um liðið starfsár, reikningar skýrðir og bornir undir atkvæði. Að loknum  aðalfundarstörfum flytur Óskar Guðmundsson, formaður félagsins, stutt erindi um fyrstu hrísluna – upphaf skógræktar í Reykholtsdal sem nær allt aftur til 19. aldar.

Garðyrkjuverðlaunin 2018 – tilnefningar óskast!

Með Ýmislegt

Garðyrkjuverðlaunin verða afhent í þrettánda sinn á sumardaginn fyrsta þann 19. apríl n.k. við hátíðlega athöfn á opnu húsi hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum. Með verðlaunaveitingunni vill Landbúnaðarháskóli Íslands heiðra þá sem staðið hafa sig vel í að vinna að framgangi garðyrkjunnar á ýmsum sviðum hennar. Sú hefð hefur skapast að afhenda verðlaun í þremur flokkum en fleiri en einn geta fengið verðlaun í hverjum flokki, það er í höndum dómnefndar í hvert skipti að ákveða það.

Dómnefndina skipa eftirtaldir starfsmenn skólans: Björgvin Eggertsson, brautarstjóri skógur og náttúra, Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður Starfs- og endurmenntunardeildar og Guðrún Þórðardóttir, bókasafnsfræðingur.

Það er metnaður skólans að sem flestir komi að því að velja þá aðila sem heiðraðir eru hverju sinni. Óskað er eftir tilnefningum frá öllum þeim sem láta sig málið skipta í þessa þrjá flokka. Hverri tilnefningu þarf að fylgja örstutt röksemdafærsla fyrir því af hverju viðkomandi á verðlaun skilið.

Verðlaunaflokkarnir eru eftirfarandi:

1) Heiðursverðlaun garðyrkjunnar => Hér er óskað eftir tilnefningum um einstaklinga sem skarað hafa fram úr á sviði garðyrkjunnar að mati stéttarinnar og skólans.

2) Verknámsstaður ársins => Hér er óskað eftir að tilnefndur verði verknámsstaður ársins 2017, staður sem hefur staðið sig sérlega vel við að leiðbeina nemendum skólans í verknámi.

3) Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar => Hér er óskað eftir að tilnefndir verði aðilar sem eru að vinna að athyglisverðum og framsæknum nýjungum í greininni og eiga skilið að fá hvatningu til að halda áfram á sömu braut.

Tilnefningar þurfa að berast skólanum í síðasta lagi fimmtudaginn 5. apríl 2018 á netfangið bjorgvin@lbhi.is.

Boðið heim í skóg – Skemmtun, fræðsla og upplifun í skógi: Viðburðastjórnunarnámskeið fyrir skógræktarfólk

Með Fræðsla

Námskeiðið er ætlað áhugafólki um skógrækt, skógareigendum og starfsfólki í skógrækt og öðrum þeim sem hafa áhuga á að taka á móti hópum í skóglendi.

Á námskeiðinu verður fjallað um skipulagningu þess að bjóða fólki heim í skóg, reynslu af skógarviðburðum hér á landi, eins og skógardögum, móttöku hópa í skógi og samstarfi um slíka viðburði, skipulag og uppsetningu dagskrár sem höfðar til mismunandi markhópa, skipulag og stjórnun, greiningu áhættuþátta, verkefnaval og kynningu.

 

Kennarar: Gústaf Jarl Viðarsson skógarvörður Heiðmörk, Eygló Rúnarsdóttir, kennari Háskóla Íslands, Þór Þorfinnsson, skógarvörður Hallormsstað, Jón Ásgeir Jónsson, verkefnisstjóri Skógræktarfélagi Íslands og Ólafur Oddsson, fræðslustjóri Skógræktarinnar.

 

Tími: Laugardagur. 24. mars. kl. 9:00-17:00 hjá Garðyrkjuskóla, Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.

Verð: 17.000 kr. (Kaffi og hádegismatur og gögn innifalin í verði).

Skráningarfrestur er til 22. mars 2018. Skráning fer fram hér – http://sql.lbhi.is/icemennt.

 

Námskeiðið er sameiginlegt verkefni samstarfsaðila um skógarfræðslu þ.e. Landbúnaðarháskóla Íslands, Landgræðslunnar, Landssamtaka skógareigenda, Skógræktarfélags Íslands og Skógræktarinnar.

skogarvidburdur


Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 2018

Með Fundir og ráðstefnur

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar heldur aðalfund sinn fimmtudaginn 22. mars í Apótekinu, Hafnarborg, Strandgötu 34.

Dagskrá:

Kl. 20.00 – 20.55

• Venjuleg aðalfundarstörf.

• Björn Guðbrandur Jónsson kynnir starfsemi „Gróðurs fyrir fólk í landnámi Ingólfs“

Kaffihlé

Kl. 21. 15 – 22.00

• Helena Marta Stefánsdóttir skógvistfræðingur flytur erindi sem hún nefnir „Matsveppirnir í skóginum“.

Kaffiveitingar eru í boði félagsins.

Nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins – www.skoghf.is

Frá aðalfundi Skógræktarfélags Reykjavíkur

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur var haldinn á alþjóðadegi skóga þann 21. mars í sal Garðyrkjufélags Íslands. Fundurinn var vel sóttur og af skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóra og ársreikningum má ráða að félagið stendur vel og starfsemin er umfangsmikil. Fjölmörg stór og erfið mál hafa verið ráðin til lykta síðastliðin ár og daginn fyrir aðalfund náðist loks að undirrita samning við fjármálaráðuneytið um kaup á jörðum tveim sem félagið hefur haft á leigu í Fellsmörk. Þá eru viðræður við Reykjavíkurborg um að félagið taki að sér fleiri skógræktarverkefni í borginni og borgarlandinu komnar vel á veg. Vel hefur miðað með umbætur á Múlastöðum í Flókadal og hefur húsakostur jarðarinnar verið lagaður svo um munar og talsvert gróðursett. Til stendur að leigja út íbúðarhúsið til félagsmanna á góðum kjörum. Framundan eru mikil verkefni á löndum félagsins og frekari mótun samstarfsins við Reykjavíkurborg.

Eftir fjórtán ára stjórnarsetu, þar af ellefu ár sem formaður, tilkynnti Þröstur Ólafsson að hann hygðist stíga til hliðar. Þakkaði hann stjórn, starfsfólki og framkvæmdastjóra félagsins, Helga Gíslasyni, fyrir vel unnin störf. Helgi færði Þresti innilegar þakkir fyrir farsæla forustu og lærdómsríkt og gott samstarf. Óhætt er að fullyrða að vel hafi ræst úr högum félagsins í stjórnartíð Þrastar.

Sævar Hreiðarsson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, flutti erindi um eiginleika íslensks trjáviðar, þéttleika og endingu sem byggir á meistaraverkefni hans við Landbúnaðarháskóla Íslands.

skrvk-rstur

Þröstur Ólafsson, fráfarandi formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur (Mynd: EG).

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur 2018

Með Fundir og ráðstefnur

Skógræktarfélag Reykjavíkur heldur aðalfund sinn árið 2018 miðvikudaginn 21. mars næstkomandi kl. 20:00 í sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1 (gengið inn Ármúla megin).

Dagskrá:

• Skýrsla um starfsemi félagsins síðastliðið ár.
• Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
• Kosning samkvæmt félagslögum.
• Tillögur um framtíðarstarfsemi félagsins.
• Önnur mál.

Sævar Hreiðarsson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, flytur erindið Eiginleikar íslensks trjáviðar, þéttleiki og ending. Byggir það á meistaraverkefni hans við Landbúnaðarháskóla Íslands.