Skógardagurinn mikli, árleg skógarhátíð Félags skógarbænda á Austurlandi, Barra, Héraðs- og Austurlandsskóga, Skógræktarfélags Austurlands og Skógræktar ríkisins, verður haldinn í Mörkinni í Hallormsstaðaskógi í lok júní.
Dagskrá:
Föstudagur 24. júní
19:00 Landssamtök sauðfjárbænda ásamt sauðfjárbændum á svæðinu bjóða gestum og gangandi að smakka grillað lambaket.
Laugardagur 25. júní – Þessi skemmtilegi dagur!
10:00 Perlu-ganga frá Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað upp í Bjargselsbotna undir stjórn Hjördísar Hilmarsdóttur
12:00 Skógarhlaupið, 14 km um erfiða skógarstíga.
12:30 Skemmtiskokk fjölskyldurnar, 4 km sem allir geta tekið þátt í
Formleg dagskrá hefst í Mörkinni kl. 13:00
– Íslandsmótið í skógarhöggi
– Pjakkur og Petra taka skógardagslagið
– Heilgrillað Héraðsnaut borið fram af skógarbændum
– Skátarnir sjá um skógarþrautir fyrir unga og aldna
– Ingó Veðurguð tekur lagið
– Pylsur í hundraðavís, ketilkaffi og lummur að hætti skógarmanna
– Hinn eini sanni Bjartmar Guðlaugsson tekur lagið
– Verðlaunaafhending í Skógarhlaupinu
– Íslandsmeistarinn í skógarhöggi krýndur
17:00 Allir fara heim saddir og kátir
Skógardagurinn mikli á Facebook!
Nýlegar athugasemdir