Skip to main content
All Posts By

a8

Falleg tré í Mosfellsbæ

Með Skógargöngur

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar efnir til göngu miðvikudaginn 17. ágúst til að skoða falleg tré í Mosfellsbæ. Gangan hefst við Hlégarð kl. 19:30 og verður gengið upp með Varmá. Gangan tekur um 2 klukkustundir og endar aftur við Hlégarð.

Allir velkomnir.

Skógar- og útivistardagur fjölskyldunnar í Höfðaskógi

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógar- og útivistardagur fjölskyldunnar verður haldinn í Höfðaskógi laugardaginn 13. ágúst, kl. 14:00-17:00.

Bækistöðvar Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Gróðrarstöðvarinnar Þallar við Kaldárselsveg.
• Kl. 14.00: Bænastund
• Kl. 14.20: Skógarganga. Leiðsögumaður verður Jónatan Garðarsson formaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.
• Þórður Marteinsson verður á nikkunni.
• Heitt í kolunum. Komið með eitthvað á grillið! Heitt á könnunni og kex í boði Skógræktarfélagsins.
• Getraun fyrir yngstu kynslóðina. Dregið úr réttum lausnum kl. 16.30.


Íshestar, Sörlaskeiði 26.
• Teymt verður undir börnum milli kl. 15.00 – 16.00.

Nánari upplýsingar í síma Skógræktarfélags Hafnarfjarðar: 555-6455.

Nýr trjásýnistígur í Smalaholti opnaður

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Nýr trjásýnistígur í Smalaholti verður opnaður formlega þriðjudaginn 9. ágúst. Stígurinn er hluti af stígum sem Skógræktarfélag Garðabæjar hefur skipulagt og lagðir hafa verið undanfarin sumur af atvinnuátaki og skógræktarhópum. Stígarnir eru lagðir með það í huga að gefa gestum tækifæri til að njóta fjölbreytts og vaxandi skógar í Smalaholti. Smalaholt er elsta skógræktarsvæði á vegum Skógræktarfélags Garðabæjar en þar var byrjað að planta 1988. Lesa má nánar um það á heimasíðu Skógræktarfélags Garðabæjar (hér).

Skógarganga og fagnaður verður haldinn þriðjudaginn 9. ágúst kl. 17:00 og eru allir sem hafa áhuga velkomnir. Mæting er á aðalplani í Smalaholti við Elliðavatnsveg norðan Vífilsstaðavatns.

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar

Skógar þýðingarmeiri í baráttu gegn loftslagsbreytingum en áður var talið

Með Ýmislegt

Ný rannsókn undirstrikar mikilvægi skóga í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, þar sem hún sýnir fram á að skógar taka upp mun meira af gróðurhúsalofttegundum vegna losunar jarðefnaeldsneytis en áður var talið.

Samkvæmt rannsókninni taka skógar upp um 800 milljón tonn af 2,4 milljörðum tonna kolefnis vegna brennslu jarðefnaeldsneytis, eða um 1/3 af heildarlosuninni. Ef skógareyðing myndi hætta í dag myndu núverandi og vaxandi skógar taka upp um helming losunarinnar.

Rannsóknin undirstrikar einnig mikilvægi þess að vernda núverandi skóglendi. Til þessa hefur verið áætlað að 12-20% af losun gróðurhúsalofttegunda mætti rekja til eyðingar skógar, en samkvæmt rannsókninni er talan nær 25%.

Einnig sýndi rannsóknin fram á að endurheimt skóglendis getur skipt miklu, en komið hafi á óvart hve mikið kolefni svæði þar sem skógur vaxi á ný bindi. Talið er að endurheimt skóglendis í hitabeltinu taki upp um 1,6 milljarða tonna kolefnis árlega, sem samsvari mörg hundruð milljarða virði á markaði fyrir losunarkvóta.

Nánar:

http://www.visir.is/skograekt-mun-thydingarmeiri-en-adur-var-talid/article/2011110718964

http://www.mirroraty.com/science-tech/new-study-stresses-role-of-forests-in-fossil-fuel-emission-absorption.html

 

skogurkina

(Mynd: RF).

 

Skógræktarfélag Garðabæjar: Skógarganga við Vífilsstaði

Með Skógargöngur

Í kvöld, þriðjudaginn 12. júlí, efnir Skógræktarfélag Garðabæjar til þriðju göngu sumarsins. Að þessu sinni verður gengið við Vífilsstaði. Skoðaðir verða helstu trjálundir við Vífilsstaðahælið og nágrenni þess í fylgd Arndísar Árnadóttur.

Gert er ráð fyrir ágætu veðri, hægum sunnanvindi og úrkomulausu.

Mæting er við bílastæðið hjá gamla fjósinu kl. 20:00.

Allir velkomnir.

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar.

skgbr-3ganga

Vífilsstaðir hér áður fyrr.

 

Heimsókn til Landgræðslu ríkisins

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Þann 22. júní  hélt stjórn Skógræktarfélags Íslands stjórnarfund í Gunnarsholti og kynnti sér starfsemi Landgræðslunnar. Starfsmenn stofnunarinnar, þeir Guðmundur Stefánsson sviðstjóri og Kjartan Már Benediktsson umsjónarmaður tóku á móti stjórnarmönnum og sögðu frá starfseminni.


Á myndinni má sjá stjórnarmenn ásamt starfsmönnum Landgræðslunnar skoða tilraunverkefni þar sem ræktaður er loðvíðir og umfeðmingur ásamt fleiri niturbindandi tegundum sem hjálpa víðinum að komast á legg.

stjornarfundur

Frá vinstri: Guðbrandur Brynjúlfsson, Magnús Gunnarsson, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Sigríður Heiðmundsdóttir, Gísli Eiríksson, Kjartan Már Benediktsson, Guðmundur Stefánsson og Páll Ingþór Kristinsson (Mynd: BJ).

Skógardagurinn mikli 2011

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógardagurinn mikli, árleg skógarhátíð Félags skógarbænda á Austurlandi, Barra, Héraðs- og Austurlandsskóga, Skógræktarfélags Austurlands og Skógræktar ríkisins, verður haldinn í Mörkinni í Hallormsstaðaskógi í lok júní.

Dagskrá:
Föstudagur 24. júní
19:00 Landssamtök sauðfjárbænda ásamt sauðfjárbændum á svæðinu bjóða gestum og gangandi að smakka grillað lambaket.

Laugardagur 25. júní – Þessi skemmtilegi dagur!
10:00 Perlu-ganga frá Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað upp í Bjargselsbotna undir stjórn Hjördísar Hilmarsdóttur
12:00 Skógarhlaupið, 14 km um erfiða skógarstíga.
12:30 Skemmtiskokk fjölskyldurnar, 4 km sem allir geta tekið þátt í

Formleg dagskrá hefst í Mörkinni kl. 13:00
– Íslandsmótið í skógarhöggi
– Pjakkur og Petra taka skógardagslagið
– Heilgrillað Héraðsnaut borið fram af skógarbændum
– Skátarnir sjá um skógarþrautir fyrir unga og aldna
– Ingó Veðurguð tekur lagið
– Pylsur í hundraðavís, ketilkaffi og lummur að hætti skógarmanna
– Hinn eini sanni Bjartmar Guðlaugsson tekur lagið
– Verðlaunaafhending í Skógarhlaupinu
– Íslandsmeistarinn í skógarhöggi krýndur
17:00 Allir fara heim saddir og kátir

Skógardagurinn mikli á Facebook!

skogardagurinn