Skip to main content
All Posts By

a8

Jólatrjáamarkaður skógræktarfélaganna við Umferðarmiðstöðina (BSÍ)

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Íslands, í samstarfi við skógræktarfélög á suðvesturhorni landsins, opnar jólatrjáamarkað við Umferðarmiðstöðina (BSÍ) á morgun kl. 13. Þar verða seld íslensk jólatré af ýmsum stærðum og gerðum sem ræktuð eru á umhverfisvænan hátt í skógum félaganna. Jólatrjáasalan er mikilvæg fjáröflunarleið fyrir félögin sem vinna ötult starf við uppgræðslu og skógrækt.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra opnar Jólatrjáamarkaðinn formlega. Jólasveinn kemur í heimsókn og tónlistarkonan Mr. Silla (sem kallar sig Jóla Sillu af þessu tilefni) leikur jólatónlist. Boðið verður upp á rjúkandi kaffi, kakó og piparkökur.

Allir velkomnir!

Opnunartími:
10.-20. desember kl. 12-20.
21.-23. desember kl. 12-22.

Trjátegundir í boði: stafafura, rauðgreni, blágreni, sitkagreni og fjallaþinur.

 

Málþing: Þáttur sjálfboðaliða í starfi frjálsra félagasamtaka

Með Fundir og ráðstefnur

Almannaheill – samtök þriðja geirans og Fræðasetur þriðja geirans bjóða til málþings um þátt sjálfboðaliða í starfi félagasamtaka í tilefni árs sjálfboðliða. Málþingið er haldið fimmtudaginn 1. desember kl. 12-14 í stofu 103 á Háskólatorgi.

Fundarstjóri: Ragna Árnadóttir formaður Almannaheilla

Athugið! Fólk frá sama félagi dreifi sér um salinn svo blandist vel í hópa á eftir.

12:00-12:20 Skipulag, öflun og stuðningur við sjálfboðaliða:
Steinunn Hrafnsdóttir dósent í félagsráðgjöf og forstöðumaður Fræðaseturs þriðja geirans
Fjallað um val á sjálfboðaliðum, hvaða aðferðum má beita til að ná til sjálfboðaliða og stuðning við þá.  Meðal annars verður fjallað um rannsóknir á áhugahvöt (motivations) sjálfboðaliða og hvernig m.a. má nýta þær rannsóknir til að skipuleggja sjálfboðastarf.

12:20-12:30 Að afla sjálfboðaliða og draga úr sjálfboðaliðaveltu:
Haukur Árni Hjartarson sviðsstjóri sjálfboðaliðasviðs RKÍ í Reykjavík
Sjónum beint að stórum samtökum með langa reynslu og með mikinn fjölda sjálfboðaliða.

12:30-12:40  Að virkja félaga til sjálfboðavinnu:
Ólafur Proppé, formaður fræðsluráðs Bandalags íslenskra skáta og stjórnarmaður 
Sérstaða samtaka sem byggja á félagsaðild og vilja auka þátttöku þeirra í sjálfboðastarfi.

12:40- 12:50  Að hafa verkefni og afla sjálfboðaliða:
Bjarni Gíslason fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar
Vandi lítilla félaga að hafa næg verkefni sem sjálfboðaliðar geta unnið og halda utan um þátt þeirra.
 
13:00-13:30 Skipt í hópa:  5 mínútna hugflæði um í hvers konar verkefni megi nýta sjálfboðaliða, gammurinn látinn geysa og allar hugmyndir, tengdar og ótengdar starfi hvers og eins, skráðar og þeim safnað saman.
20 mínútur til að ræða efni málþingsins og miðla og læra af öðrum. Hvetjum þá reyndu til að gefa sér tíma til að miðla.
  
13:30-13:55 Styrkir til að fá sjálfboðaliða í gegnum Evrópu unga fólksins:
Helga Dagný Árnadóttir verkefnastjóri EUF og Anna Lúðvíksdóttir hjá
SEEDS, SEE beyonD borderS, sem vinnur að skiptum á fólki milli landa til að auka gagnkvæman skilning og virðingu, í vinnu að góðum málum.

 

Umsókn í Minningarsjóð Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson

Með Ýmislegt

Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson auglýsir rannsóknastyrki í landgræðslu og skógrækt, með sérstakri áherslu á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með lúpínu. Til úthlutunar verða samtals 4,8 milljónir króna. Styrkirnir eru lausir til umsóknar frá og með 1. desember 2011 og umsóknum skal skilað eigi síðar en 10. janúar 2012.

Umsóknareyðublað má finna hér. Umsókn ásamt fylgigögnum skal skila í einu pappírseintaki og á tölvutæku formi (á geisladiski sem rtf, pdf eða word skjal). Ófullgerðum umsóknum verður vísað frá.

Umsóknum skal skila til:
Landgræðslusjóður
Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson
Skúlatúni 6
105 Reykjavík

Jólamarkaður á Elliðavatni opnar nú um helgina

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Jólamarkaðurinn Elliðavatni á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur verður nú haldinn í fimmta sinn og opnar laugardaginn 26. nóvember. Opið verður fjórar helgar fyrir jólin frá klukkan 11-17.

Mjög góð aðsókn hefur verið á markaðinn undanfarin ár og fólk notið þess að fara upp í Heiðmörk og upplifa náttúruna og hina sérstöku jólastemmningu sem þar ríkir. Auk hefðbundinnar jólatrjáasölu Skógræktarfélagsins er fjöldi íslenskra handverksmanna með söluborð víðs vegar á markaðnum; markaðskaffihús er opið allan tímann, tónlistarfólk kemur fram með reglulegu millibili og rithöfundar lesa upp úr nýjum bókum sínum. Hin vinsæla hestaleiga er opin á laugardögum og Stúfur kemur áreiðanlega í heimsókn aftur þegar nær dregur jólum. Á Hlaðinu er fjöldi jólahúsa með úrvali af íslensku handverki og Möndluristir býður þar upp á ristaðar möndlur að hætti Mið-Evrópubúa.

Dagskrá Jólamarkaðarins um helgina:

Laugardagur 26. nóvember:
Kl. 12.00: Kór 3. og 4. bekkjar Norðlingaskóla syngur nokkur jólalög undir stjórn Þráins Árna Baldvinssonar tónmenntakennara. Hlaðið.
Kl. 13.00: Kristín Svava Tómadóttir les úr Skrælingjasýningunni. Gamli salur.
Kl. 14.00: Halla Þórlaug Óskarsdóttir les úr Agnari Smára -tilþrif í tónlistarskólanum. Rjóðrið
Kl. 15.00: Harmonikkuleikur: Guðrún Guðjónsdóttir og Hjálmar Þór Jóhannesson. Gamli salur.
Kl. 14-15: Teymt undir börnum í hestagerði við bæinn. Íslenski hesturinn ehf.

Jólamarkaðurinn Elliðavatni á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur verður nú haldinn í fimmta sinn og opnar laugardaginn 26. nóvember. Opið verður fjórar helgar fyrir jólin frá klukkan 11-17.

Mjög góð aðsókn hefur verið á markaðinn undanfarin ár og fólk notið þess að fara upp í Heiðmörk og upplifa náttúruna og hina sérstöku jólastemmningu sem þar ríkir. Auk hefðbundinnar jólatrjáasölu Skógræktarfélagsins er fjöldi íslenskra handverksmanna með söluborð víðs vegar á markaðnum; markaðskaffihús er opið allan tímann, tónlistarfólk kemur fram með reglulegu millibili og rithöfundar lesa upp úr nýjum bókum sínum. Hin vinsæla hestaleiga er opin á laugardögum og Stúfur kemur áreiðanlega í heimsókn aftur þegar nær dregur jólum. Á Hlaðinu er fjöldi jólahúsa með úrvali af íslensku handverki og Möndluristir býður þar upp á ristaðar möndlur að hætti Mið-Evrópubúa.

Dagskrá Jólamarkaðarins um helgina:
Laugardagur 26. nóvember:
Kl. 12.00: Kór 3. og 4. bekkjar Norðlingaskóla syngur nokkur jólalög undir stjórn Þráins Árna Baldvinssonar tónmenntakennara. Hlaðið.
Kl. 13.00: Kristín Svava Tómadóttir les úr Skrælingjasýningunni. Gamli salur.
Kl. 14.00: Halla Þórlaug Óskarsdóttir les úr Agnari Smára -tilþrif í tónlistarskólanum. Rjóðrið
Kl. 15.00: Harmonikkuleikur: Guðrún Guðjónsdóttir og Hjálmar Þór Jóhannesson. Gamli salur.
Kl. 14-15: Teymt undir börnum í hestagerði við bæinn. Íslenski hesturinn ehf.

Sunnudagur 27. nóvember:
Kl. 13.00: Sigurður Pálsson les úr Bernskubók. Gamli salur.
Kl. 14.00: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Stella Sigurgeirsdóttir lesa úr Auði og gamla trénu –Jógabók fyrir börn. Rjóðrið.
Kl. 15.00: Harmonikkukombóið Smárinn. Guðný Kristín Erlingsdóttir, Ólafur Briem, Jón Þór Jónsson og Eyrún Isfold. Gamli salur.
Kl. 13.00: Sigurður Pálsson les úr Bernskubók. Gamli salur.
Kl. 14.00: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Stella Sigurgeirsdóttir lesa úr Auði og gamla trénu –Jógabók fyrir börn. Rjóðrið.
Kl. 15.00: Harmonikkukombóið Smárinn. Guðný Kristín Erlingsdóttir, Ólafur Briem, Jón Þór Jónsson og Eyrún Isfold. Gamli salur.

jolamarkadur

Jólaskógar skógræktarfélaganna

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélög víða um land munu selja jólatré fyrir jólin í ár, eins og undanfarin ár. Það er öllum í hag að velja ferskt íslenskt jólatré af skógræktarfélögunum og styrkja með því skógræktarstarfið í landinu. Fyrir hvert selt jólatré geta skógræktarfélögin gróðursett 30-40 ný tré.

Nánari upplýsingar um jólatrjáasölu einstakra félaga má nálgast á jólatrjáavef skógræktarfélaganna (hér).

Upplýsingar frá félögunum verða settar inn jafnóðum og þær berast.


Hvaða jólatré er „grænast?”

Með Fjölmiðlaumræða

Með Fréttablaðinu um síðast liðna helgi fylgdi sérblað með góðum ráðum um græn jól. Var þar meðal annars ágætis umfjöllun um mismunandi gerðir jólatrjáa sem hafa verið á markaði hér – gervijólatré og lifandi tré, bæði íslensk og innflutt – og hversu „græn“ þau eru.

Megin niðurstaðan er sú að íslensk jólatré hafa yfirburði fram yfir innflutt tré þegar horft er til efna- og orkunotkunar og nota þarf gervijólatré úr plasti í um 20 ár til að það nái lifandi jólatré umhverfislega séð.

Greinina í heild má lesa hér í tengli (pdf).

Jólaskógurinn í Brynjudal – byrjað að bóka!

Með Skógargöngur

Eins og undanfarin ár tekur Skógræktarfélag Íslands á móti skipulögðum hópum sem efna til fjölskylduferða í jólatrjáaskóginn í Brynjudal. Í flestum tilvikum er um að ræða fyrirtæki eða starfsmannafélög þeirra, sem mörg hver koma á hverju ári og er heimsókn í jólaskóginn orðinn ómissandi þáttur í jólahaldinu hjá mörgum.

Byrjað er að taka niður bókanir fyrir jólin í ár, en tekið verður á móti hópum helgarnar 3.-4., 10.-11. og 17.-18. desember. Athugið að hér gildir fyrstur kemur – fyrstur fær.  Nú þegar eru nokkrir tímar fullbókaðir, þannig að það er betra að bóka dag og tíma fyrr frekar en síðar til að vera viss um að fá tíma sem hentar.

Til að bóka heimsókn eða fá nánari upplýsingar hafið samband við Skógræktarfélag Íslands  í síma 551-8150 eða á netfangið skog (hjá) skog.is. Einnig má lesa um skóginn á heimasíðunni (hér).

brynjudalur-byrjadadboka

Málstofur um inntak og áherslur nýrra laga um skógrækt

Með Fundir og ráðstefnur

Nefnd, sem umhverfisráðherra skipaði á vordögum til að semja greinargerð um inntak og áherslur nýrra skógræktarlaga, boðar til málstofu til að kalla eftir sjónarmiðum og ábendingum varðandi vinnu nefndarinnar. Þar mun Valgerður Jónsdóttir,formaður nefndarinnar, hafa framsögu og síðan verða opnar umræður.      

Tilgangur málstofanna er að fá ábendingar og tillögur sem nýst geta við áframhaldandi vinnu. Boðað er til tveggja málstofa, á Egilsstöðum og í Reykjavík. Málstofurnar eru öllum opnar og hvetur nefndin alla þá sem láta sig málefni skógræktar varða að taka þátt.

Haldnar verða tvær málstofur á eftirfarandi stöðum:

Hótel Héraði, Egilsstöðum, mánudaginn 7. nóvember kl. 13:00 – 15:00
Þjóðminjasafnið í Reykjavík, þriðjudaginn 8. nóvember kl. 14:00 – 16:00.

malstofa

Mynd:RF.


Kvöldganga í skógi – náttstaður fuglanna

Með Skógargöngur

Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar bjóða til skógargöngu n.k. þriðjudag 1. nóvember og hefst hún kl. 19:30.  Safnast verður saman við Gróðrarstöðina Þöll við Kaldársselsveg og þaðan verður gengið upp Værðarstíg og  um skógarsvæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Við upphaf göngunnar flytur formaður Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar, Anna Borg,  stutt ávarp og að því loknu mun Steinar Björgvinsson, skógfræðingur, vera með leiðsögn um skóginn og flytja stutta hugleiðingu um fuglana í skóginum og náttstað þeirra.  Á göngu okkar um Værðarstíg mun Jóhann Guðni Reynisson flytja  frumort ljóð. Gert er ráð fyrir að skógargangan taki um eina klukkustund og að henni lokinni verður boðið upp á súkkulaði og meðlæti í  húsakynnum Þallar. 

Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar hvetja sem flesta til að taka þátt í  kvöldgöngu um skóginn.  Göngufólk er beðið að taka með sér ljósfæri þar sem skuggsýnt er orðið.

skhafn-kvoldganga

Í Höfðaskógi, skógarsvæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, í júní (Mynd: BJ).

Skógarferð hjá Skógræktarfélaginu Dafnar

Með Skógargöngur

Skógræktarfélagið Dafnar stendur fyrir skógarferð þriðjudaginn 1. nóvember, undir leiðsögn Bjarna Diðriks Sigurðssonar, prófessors í skógfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Farið verður með rútu frá aðalbyggingu LbhÍ, Ásgarði, á Hvanneyri kl. 15:30 og komið til baka upp úr kl. 19:00. Gengið verður yfir í birkiskóginn að Litla-Skarði, en það er stórmerkilegur skógur, þar sem fram hefur farið stöðug umhverfisvöktun frá 1996.

Sjálf gangan tekur um klukkustund fram og til baka. Þátttakendur klæði sig eftir veðri og taki gjarnan með sér vasaljós.

Á heimleiðinni verður stoppað og boðið upp á skógarkaffi og með því, að hætti skógfræðinema.

Ferðin er ókeypis og öllum opin.

Skráningar á netfangið dafnar (hjá) lbhi.is fyrir 30. október.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Skógræktarfélagið Dafnar.