Skip to main content
All Posts By

a8

Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar verður haldinn í Safnaðarheimili Lágafellssóknar mánudaginn 23. apríl, kl. 20:00.

Dagskrá:

1. Almenn aðalfundarstörf

2. Önnur mál

3. Fræðsluerindi: Hverjir eiga skóga Íslands? Fyrirlesari er Björn Traustason

 

Félagsmenn eru hvattir til að mæta.

 

Kaffiveitingar verða á fundinum.

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Markar

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur skógræktarfélagsins Markar verður haldinn á Hótel Kirkjubæjarklaustri laugardaginn 21. apríl kl. 13:30

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál

Að fundarstörfum loknum mun Kristinn Þorsteinsson garðyrkjufræðingur flytja erindi um ræktun aldintrjáa og berjarunna.

Félagar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta á fundinn og hlýða á fróðlegt erindi.

Kaffiveitingar í boði félagsins.

Skógræktarfélagið Mörk,
Kirkjubæjarklaustri.

Hátíðardagskrá á Reykjum í Ölfusi sumardaginn fyrsta

Með Ýmislegt

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum – Starfsstöð Landbúnaðarháskóla Íslands – á sumardaginn fyrsta, 19. apríl, kl. 10-18. Hægt er að heimsækja hitabeltið í bananahúsinu og pottaplöntusafnið, ýmsar veitingar, grænmeti, blóm og trjáplöntur verða til sölu og fara á sýningu í skólastjórabústaðnum.

Eftir hádegið er hátíðardagskrá þar sem afhent verða Garðyrkjuverðlaun LbhÍ, Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar og Umhverfisverðlaun Ölfuss.

Nánar má lesa um dagskrána á heimasíðu LbhÍ (hér).

Fuglaverndarfélag Íslands: Garðfuglar

Með Fundir og ráðstefnur

Fuglaverndarfélag Íslands stendur fyrir  fyrirlestri um garðfugla  17. apríl i húsakynnum Arion banka í Borgartúni 19, kl. 20:30.

Garðar eru mikilvæg búsvæði fyrir suma íslenska fugla, þó svo að vægi þeirra sé líklega ekki eins mikið og í sumum nágrannalöndunum.  Félagar Fuglaverndar hafa um árabil fylgst með fuglalífi í görðum víðsvegar um landið til þess að athuga hvaða fuglar nýti sér helst íslenska garða yfir vetrartímann. Garðfuglar kallast þeir fuglar sem sjást í görðum og nýta sér þá til lífsviðurværis. Garður er svæði við hús eða híbýli, allt frá grasflöt eða matjurtagarði til gamalgróins trjágarðs með margar tegundir trjáa og runna.

Garðfuglar geta verið fuglar sem gera garðinn að óðali sínu yfir sumartímann, byggja sér hreiður í trjám eða undir þakskeggi og ala þar upp unga sína.  Einnig geta þetta verið fuglar sem koma í garðinn til að afla sér fæðu eða leita sér skjóls á öllum árstímum. Þetta geta verið íslenskir staðfuglar eða erlendir vetrargestir eða flækingsfuglar.
 
Könnun á garðfuglum á Íslandi hófst árið 1994 með Garðfuglakönnun Fuglaverndar. Þar skrá þátttakendur garðfugla yfir veturinn frá byrjun nóvember  til aprílloka. Garðfuglahelgi er hins vegar atburður þar sem þátttakendur fylgjast með fuglalífi í garði hluta úr degi, yfirleitt í eina klst. yfirleitt síðustu helgi í janúar ár hvert.

Í fyrirlestrinum munu Ólafur Einarsson og Örn Óskarsson framhaldsskólakennarar og líffræðingar fjalla um helstu niðurstöður úr Garðfuglakönnunum og Garðfuglahelgi og kynna helstu tegundir garðfugla í íslenskum görðum.

Fuglavernd lofar því að fyrirlestrinum fylgi fallegar garðfuglamyndir.

Fræðslufundir Fuglaverndar eru haldnir í húsakynnum Arion banka í Borgartúni 19 en gengið er inn um aðalinngang hússins á austurhlið hússins. Fundurinn hefst klukkan 20:30 og er öllum opinn svo lengi sem húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd en aðgangseyrir er 500 krónur fyrir aðra.

Opið málþing um alaskalúpínu

Með Fundir og ráðstefnur

Opið málþing um alaskalúpínu verður haldið í Gunnarsholti, þriðjudaginn 17. apríl, kl. 12:30-16:00.
 
Á undanförnum árum hefur verið unnið að fjölbreyttum rannsóknum á alaskalúpínu og vistfræði hennar. Á málþinginu verða þessar rannsóknir kynntar.

Dagskrá

12:00 Súpa og brauð
12:30 Málþing sett.
Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri
12:45 Ágengar aðfluttar tegundir.
Kristín Svavarsdóttir, Landgræðslu ríkisins
13:00 Greining lúpínu með fjarkönnun
Arna Björk Þorsteinsdóttir, Landgræðslu ríkisins
13:15   Endurmælingar á gróðri í lúpínubreiðum 2011 
Borgþór Magnússon, Náttúrufræðistofnun Íslands
13:35 Leiðir til að stýra lúpínu
Magnús H. Jóhannsson, Landgræðslu ríkisins
13:50 Dýralíf í lúpínu
Brynja Davíðsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands
14:05 Kaffihlé
14:25 Áhrif lúpínu á endurheimt birkis
Inga Vala Gísladóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands
14:40 Skordýrabeit í lúpínubreiðum
Brynja Hrafnkelsdóttir, Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá
14:55 Lúpínuumræðan
Hildur Harðardóttir, M.A. í mannvistfræði
15:10 Umræður og fyrirspurnig
16:00 Málþingi slitið

Fundarstjóri: Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi umhverfisráðuneytisins

Aðgangur er ókeypis. Vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrir miðvikudaginn 11. apríl
 á netfangið
almar (hjá) land.is

Fræðslufundur: Ræktun í kerjum og pottum – Skógur á svölunum

Með Fræðsla

Skógræktarfélag Kópavogs verður með fræðslufund þriðjudaginn 17. apríl, kl. 19:30. Þar mun Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur og forstöðumaður Starfs- og endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands, flytja erindi um ræktun í pottum og kerjum á svölunum eða pallinum. Fyrirlesturinn nefnir Guðríður „Veggjatítlur á svölunum“.

Fundurinn er haldinn í Menntaskólanum í Kópavogi, gengið inn frá Digranesvegi, um súlnainngang í vesturenda. Salur er á 3. hæð, lyfta við inngang.

Kaffiveitingar, inngangseyrir 500 kr.

Allir velkomnir.

Fulltrúafundur Skógræktarfélags Íslands

Með Fundir og ráðstefnur

Fulltrúafundur Skógræktarfélags Íslands verður haldinn að Úlfljótsvatni laugardaginn 14. apríl 2012, í Strýtunni – Útilífsmiðstöð Skáta

Dagskrá:

11:30   Boðið verður upp á sætaferð frá BSÍ (hægt að koma í rútu við bensínstöð Olís við Rauðavatn kl. 11:45)

13:00 Fundarsetning
Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands 
  

13:05 Frumsýning á nýjum kynningarmyndum um Starf skógræktarfélaganna og Græna stíginn
Óskar Þór Axelsson, kvikmyndagerðarmaður

13:35 Starfsemi Skáta á Úlfljótsvatni og stefnumörkun
Ólafur J. Proppé

14:10 Hugmyndir að landnýtingu á Úlfljótsvatni – Sýn nemenda á umhverfisskipulagi- og skógræktarbraut LbhÍ 
Auður Sveinsdóttir, dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands

14:40   Hverjir eiga skógana á Íslandi?
Björn Traustason, Rannsóknarstöð skógræktar á Mógilsá

15:00 Kvæmi til jólatrjáaframleiðslu
Böðvar Guðmundsson, framkvæmastjóri Skógræktarfélags Árnesinga

15:20 Kaffihlé

15:40   Umræðuhópar:  
I Úlfljótsvatn og framtíðin
II Jólatré – framleiðsla og sala
 Samantekt umræðuhópa kynnt   

16:30 Vettvangsferð um Úlfljótsvatn

17:30   Móttaka og léttar veitingar

Brottför  19:00

Alþjóðleg ráðstefna um útinám og náttúruleg leiksvæði

Með Fundir og ráðstefnur

Alþjóðleg ráðstefna um útinám verður haldin á Menntavísindasviði  Háskóla Íslands, Reykjavík frá 31. maí til 2. júní 201

Ráðstefnan mun skapa vettvang fyrir fagfólk og almenning til að deila þekkingu og reynslu á þessu sviði, með því að bjóða upp á fyrirlestra, umræður, kynningar og vinnusmiðjur.

Ráðstefnan er opin öllum sem starfa við og/eða hafa áhuga á útinámi, sem eru til dæmis kennarar, landsslagsarkitektar, verkfræðingar og nemar í þessum greinum, fólk sem vinnur í frístundastarfi, foreldrar og auk þess fulltrúar frá hinu opinbera.

Umsóknarfrestur til skráningar er til 15. apríl 2012.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Háskóla Íslands (hér).

Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga verður haldinn í Árhúsum á Hellu þriðjudaginn 10. apríl kl. 20.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður Hreinn Óskarsson með erindi er heitir Áhrif eldgosa á ösku og gróður.

Allir velkomnir.

Stjórn Skógræktarfélags Rangæinga

Aðalfundur Skógræktarfélags Borgarfjarðar

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Borgarfjarðar verður haldinn þriðjudagskvöldið 10. apríl í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi. Dagskráin hefst kl. 20:00.


Kl. 20:00 Kynning á ræktun ávaxtatrjáa. Jón Guðmundsson eplabóndi á Akranesi er landskunnur fyrir afrek sín á þessu sviði og mun hann heimsækja okkur af þessu tilefni.


Kl. 21:00 Aðalfundur Skógræktarfélags Borgarfjarðar. Dagskrá fundarins verður með hefðbundnu sniði.

Allir velkomnir!


Skógræktarfélag Borgarfjarðar