Embætti landlæknis ásamt Umhverfisstofnun stendur að málþingi undir yfirskriftinni Er hægt að auka útiveru Íslendinga? Málþingið fer fram miðvikudaginn 16. maí á Grand Hótel í Háteigi A, kl. 9:00 – 16:00. Því er ætlað að skapa umræðuvettvang fyrir fólk sem starfar innan heilbrigðiskerfisins, á sviði sveitarstjórna, umhverfis- og skipulagsmála og í útivistargeiranum. Skráning er til og með 14. maí, á netfanginu kristjanthor (hjá) landlaeknir.is.
Búið er að draga út vinningshafa í Netfangaleik Laufblaðsins, en allir félagar í skógræktarfélögum sem skráðir eru með virkt netfang voru með í pottinum. Dregið var í gær, mánudaginn 14. maí. Þrír vinningshafar voru dregnir út og fær hver kr. 7.500 til nota í ræktuninni. Vinningshafarnir eru:
Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Reykjavík
Nanna Guðný Sigurðardóttir, Hafnarfirði
Friðrikka Jóhanna Jakobsdóttir, Dalvík
Skógræktarfélag Íslands óskar þeim til hamingju og vonar að vinningarnir komi að góðum notum í gróandanum.
Skógræktarfélag Garðabæjar verður með vinnukvöld þriðjudaginn 15. maí . Til stendur að fara í hreinsunarátak á skógræktarsvæðunum. Mæting er við Aðstöðu, við Elliðavatnsveg, kl. 20:00.
Allir velkomnir.
Skógræktarfélag Garðabæjar
Gróðrarstöðin Þöll opnar aftur að loknum vetrardvala laugardaginn kemur 12. maí. Opið er á laugardögum frá kl. 10.00 – 17.00 en virka daga frá kl. 09.00 – 18.00. Þöll býður upp á allar tegundir trjáa og runna í garða og sumarbústaðalönd. Síminn er: 555-6455.
Skógræktarfélag Kópavogs efnir til fræðslufundar í Menntaskólanum í Kópavogi þriðjudaginn 8. maí kl. 19:30. Kristín Þorleifsdóttir landslagsarkitekt flytur erindi um lýðheilsu í náttúrunni. Fyrirlesturinn nefnir Kristín Vellíðunarhvatar í umhverfinu.
Í erindinu ætlar Kristín að beina athyglinni að því hvernig umhverfið er samsett úr mismunandi þáttum sem manneskjan skynjar og bregst við. Þó svo að viðbrögð við umhverfisáreiti séu vissulega einstaklingsbundin og velti m.a. á erfðafræðilegum þáttum, reynslu, samfélagslegum þáttum, menningararfleifð og fleira, er ljóst að gæði umhverfisins geta haft sterk áhrif á bæði andlega og líkamlega líðan, vellíðan sem vanlíðan. Í erindinu mun Kristín beina athyglinni sérstaklega að áhrifamætti náttúrunnar, þörf mannsins fyrir náttúrutengingu og sérstökum vellíðunarhvötum, smáum sem stórum.
Gengið er inn í Menntaskóla Kópavogs frá Digranesvegi um súlnainngang í vesturenda. Salurinn er á 3. hæð og er lyfta við inngang.
Kaffiveitingar, inngangseyrir 500 kr.
Allir velkomnir.
Nánari upplýsingar; gsm: 864 9246 eða skogkop (hjá) gmail.com
Skógræktarfélag Garðabæjar verður með vinnu- og samverukvöld þriðjudaginn 8. maí . Til stendur að fara í hreinsunarátak á skógræktarsvæðunum. Mæting er við Aðstöðu, við Elliðavatnsveg, kl. 20:00.
Allir velkomnir.
Skógræktarfélag Garðabæjar
Skógræktarfélag Reykjavíkur auglýsir eftir skógfræðingi til starfa.
Mánudaginn 7. maí verða áhugaverð fræðsluerindi hjá Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar. Jón Kr. Arnarsson mun halda fyrirlestur um berjarunna og einnig verður erindi um garðyrkju- og umhverfismál á vegum garðyrkjustjóra- og umhverfisstjóra Mosfellsbæjar.
Erindin byrja kl. 17:30 og eru haldin í listasal Kjarna, Þverholti 2.
Allir velkomnir.
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar.
Skógræktarfélag Borgarfjarðar stendur fyrir starfsdegi í Grímsstaðagirðingu laugardaginn 5. maí, kl. 10-14. Fólk sem mætir er beðið að taka með sér verkfæri (klippur, sagir, o.þ.h.) auk nestis.
Akstursleiðbeiningar:
Frá Borgarnesi er ekinn Snæfellsnesvegur (vegur vestur á Mýrar og Snæfellsnes). Eftir um 8 km er beygt til hægri upp Grímsstaðaveg og eknir um 9 km. Á hægri hönd eru þá malarhaugar og slóð sem liggur að girðingunni. Slóðin er ekki greiðfær öllum bílum, en það eru aðeins um 500 m að reitnum og því auðvelt göngufæri.
Allir velkomnir.
Skógræktarfélag Borgarfjarðar.
Skógræktarfélagið Dafnar stendur fyrir fræðsluerindi þann 26. apríl n.k. í kjölfar almenns félagsfundar sem verður á undan erindinu. Erindið er haldið í Ásgarði, aðalbyggingu Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri í Borgarfirði og hefst kl. 18:00.
Framsögumaður verður Valdimar Reynisson, sem er einn þriggja sem fyrstur lauk BS gráðu í skógfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands og tók þátt í því að stofna Skógræktarfélagið Dafnar. Hann hélt síðan til Svíþjóðar til framhaldsnáms og lauk meistaragráðu í skógfræði frá sænska landbúnaðarháskólanum (SLU). Í erindinu mun Valdimar m.a. fjalla um muninn sem er í skógrækt á Íslandi og sunnanverðri Svíþjóð, sem fyrir um 250 árum hafði litlu meiri skógarþekju en Ísland hefur nú. Einnig mun Valdimar fjalla um það veganesti sem hann hafði í slíkt framhaldsnám héðan frá Íslandi, bæði í formi þeirrar starfsreynslu sem hann hafði úr skógargeiranum hérlendis og með því grunnnámi í skógfræði sem hann hafði lokið við LbhÍ. Fræðsluerindið er öllum opið.
Nýlegar athugasemdir