Skip to main content
All Posts By

a8

Fræðsluganga um Selhóla í Lækjarbotnum – Gróður, jarðfræði og saga

Með Skógargöngur

Skógræktarfélag Kópavogs efnir til fræðslugöngu þriðjudagskvöldið 12. júní undir leiðsögn Friðriks Baldurssonar garðyrkjustjóra Kópavogs og Gísla Bragasonar jarðfræðings.

Í Lækjarbotnum er áhugavert útvistarsvæði í fögru umhverfi sem þó fáir vita af. Horft verður sérstaklega til gróðurs, jarðfræði og sögu staðarins. 

Lagt verður af stað í gönguna frá bílastæði skammt frá Tröllabörnum  við Suðurlandsveg kl. 19:30.

Fræðslugangan er samstarfsverkefni Skógræktarfélags Kópavogs og Skógræktarfélags Íslands.

 

skkop-ganga1206

Atvinnuátak í Kópavogi

Með Skógargöngur

60 manns fá vinnu við skógrækt og umhirðu á umsjónarsvæðum Skógræktarfélags Kópavogs í sumar. Störfin verða aðallega unnin í Guðmundarlundi og í Selfjalli í Lækjarbotnum.
Atvinnuátakið er samstarfsverkefni Skógræktarfélags Íslands, Skógræktarfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar. Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs og Bragi Michaelsson, formaður Skógræktarfélags Kópavogs, undirrituðu samning um atvinnuátakið í Ráðhúsi Kópavogs föstudaginn 8. júní. Samningurinn jafngildir allt að 10 ársverkum (120 mannmánuðum).

Samningurinn er hluti af atvinnuátaki Skógræktarfélags Íslands sem nær um land allt. Í nafni átaksins hafa verið sköpuð um 50 ársverk á hverju ári síðan 2009 og stefnir í að svipaður fjöldi starfa verði til á þessu ári. Líkt og fyrri ár verða stærstu verkefnin að þessu sinni í Reykjavík, Garðabæ og Kópavogi.

atvatakkop

F.v. Magnús Gunnarsson, Ármann Kr. Ólafsson og Bragi Michaelsson við undirritunina (Mynd:EJ).

 

Námskeið hjá Endurmenntun LbhÍ

Með Fræðsla

Ýmisleg áhugaverð námskeið eru í boði nú í sumar og haust hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands. Fyrir skógræktarfólk má sérstaklega benda á námskeið um akurskógrækt, sem hefst 15. júní og námskeið um húsgagnagerð úr skógarefni, sem haldið verður í september og október.

Nánari upplýsingar um námskeiðin, og önnur sem í boði eru, má finna á heimasíðu Landbúnaðarháskólans (hér).

Bók um 100 ára sögu Lystigarðsins á Akureyri

Með Ýmislegt

Væntanleg er bók um sögu Lystigarðsins í 100 ár (1912-2012). Mjög ítarlega er farið í upphafið, hvernig garðurinn varð til og þá miklu sjálfboðavinnu sem konur fyrst og fremst unnu allt til ársins 1953 þegar Akureyrarbær yfirtekur rekstur garðsins. Í bókinni er mikið af myndum frá öllum tímabilum.

Bókin er rituð af Ástu Camillu Gylfadóttir landslagsarkitekt. Meðhöfundur er Björgvin Steindórsson forstöðumaður Lystigarðsins.

lystigardur

Fuglaskoðunarferð hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar

Með Skógargöngur

Hin árlega fuglaskoðunarferð Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður laugardaginn 2. júní kl. 10.00. Lagt er af stað frá bækistöðvum félagsins og Þallar við Kaldárselsveg. Skoðunarferðin tekur um tvær stundir. Leiðsögumenn verða vanir fuglaskoðarar.

fuglaskodun

Hettusöngvari. Mynd: Björgvin Sigurbergsson.


Hreinsunar- og fræðsludagur í Hermannsgarði í Guðmundarlundi

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Hreinsunar- og fræðsludagur verður í Hermannsgarði í Guðmundarlundi í Kópavogi þriðjudaginn 29. maí, frá kl. 17:00-20:30. Það er ýmislegt sem þarf að gera eins og að raka og hreinsa beð, skipta plöntum og spjalla saman.

Hermannsgarður er samvinnuverkefni Kópavogsbæjar, Skógræktarfélag Kópavogs og Garðyrkjufélags Íslands, til minningar um Hermann Lundholm garðyrkjuráðunaut.

Verkfæri verða á staðnum og boðið verður upp á grillaðar pylsur og gos.

Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti.

Þetta er tilvalin leið fyrir félaga til að hittast og spjalla og bera saman bækur sínar. Fyrir félaga sem eru að stíga sín fyrstu spor í ræktun er þetta upplagt tækifæri til að læra til verka, skoða hönnun, staðsetningu og plöntuval.

Athugið að hver og einn getur mætt þegar henni/honum hentar frá kl. 17:00.

Á heimasíðu Skógræktarfélags Kópavogs má finna ágætis grein um Hermannsgarð og einnig kort af staðsetningu garðsins (undir Guðmundarlundur).

Handverkssýning í Selinu

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Eldri borgarar verða með handverkssýningu á tálguðum og útskornum munum í Selinu, bækistöðvum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Þallar, við Kaldárselsveg laugardaginn kemur 19. maí milli kl. 10.00 – 18.00. Þöll verður opin á sama tíma. Nánari upplýsingar í síma Skógræktarfélagsins: 555-6455.