Skip to main content
All Posts By

a8

Jólatrjáasölur skógræktarfélaganna síðustu daga fyrir jól

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Það eru enn nokkur skógræktarfélög sem verða með jólatré til sölu nú síðustu daga fyrir jól. Nánari upplýsingar á www.skog.is/jolatre.

Skógræktarfélag Árnesinga, á Snæfoksstöðum dagana 21. – 23. desember, kl. 11-16.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, í Þöll við Kaldárselsveg, alla daga fram að jólum kl. 10-18.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, í Hamrahlíð til 23. desember, kl. 12-18 virka daga og kl. 10-16 um helgar.

Skógræktarfélagið Mörk, í Stóra-Hvammi, föstudaginn 21. desember kl. 13-15.

Skógræktarfélag Reykjavíkur, á Jólamarkaði á Elliðavatni laugardaginn 22. desember og kl. 12-17 og í Jólaskógi á Hólmsheiði laugardaginn 22. desember kl. 11-16.

Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson: Opið fyrir umsóknir

Með Ýmislegt

Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson auglýsir rannsóknastyrki í landgræðslu og skógrækt, með sérstakri áherslu á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með lúpínu. Til úthlutunar verða fimm milljónir króna. Umsóknum skal skilað eigi síðar en 31. janúar 2019.

Hjálmar R. Bárðarson, f.v. siglingamálastjóri, ánafnaði Landgræðslusjóði 30% af eigum sínum, en hann lést 7. apríl 2009. Óskaði hann eftir því að fénu yrði varið til landgræðsluskógræktar, „þar sem áður var lítt gróið bersvæði, ef til vill þar sem gróðursett lúpína hefur gert landsvæði vænlegt til skógræktar“, eins og segir í erfðaskránni.

Ákveðið var að verja hluta arfsins til stofnunar sjóðs, sem starfa mun í 10 ár, með það markmið að styrkja rannsóknir í landgræðslu og skógrækt, með sérstakri áherslu á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með lúpínu. Landgræðsla ríkisins, sem erfði Hjálmar til jafns við Landgræðslusjóð, lagði sjóðnum einnig til fé. Er sjóðnum ætlað að heiðra minningu Hjálmars og konu hans Else Sörensen Bárðarson, sem andaðist 28. maí 2008.

Styrkþegar geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki og opinberir aðilar.

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðum Landgræðslunnar, Skógræktarinnar og Skógræktarfélags Íslands.

Jólatrjáasölur skógræktarfélaganna helgina 15. – 16. desember

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Það eru ýmis skógræktarfélög sem verða með jólatré til sölu næstu helgi. Nánari upplýsingar á www.skog.is/jolatre

Skógræktarfélag Akraness, í Slögu á sunnudaginn kl. 12-15. Sjá einnig: https://www.skog.is/akranes/

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga, að Gunnfríðarstöðum á sunnudaginn kl. 11-15.

Skógræktarfélag Árnesinga, á Snæfoksstöðum báða dagana kl. 11-6. Sjá einnig: http://www.skogarn.is/jolatrjaasalan-snaefoksstodum-2018/

Skógræktarfélag Eyfirðinga, í Laugalandsskógi báða dagana kl. 11-15.

Skógræktarfélag Garðabæjar, í Smalaholti á laugardaginn kl. 12-16. Sjá einnig: http://www.skoggb.is/

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, í Þöll við Kaldárselsveg, báða dagana kl. 10-18 og virka daga kl. 9-18. Sjá einnig: http://skoghf.is/

Skógræktarfélag Ísafjarðar, í reit ofan Bræðratungu á laugardaginn kl. 13-15.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, í Hamrahlíð báða dagana kl. 10-16. Sjá einnig: https://sites.google.com/site/skogurmosi/

Skógræktarfélag Rangæinga, í Bolholti laugardaginn kl. 13-16.

Skógræktarfélag Reykjavíkur, á Jólamarkaði í Heiðmörk báða dagana kl. 12-17 og í Jólaskóginum á Hólmsheiði báða dagana kl. 11-16. Sjá einnig: http://heidmork.is/

Skógræktarfélag Skilmannahrepps, í Álfholtsskógi á laugardaginn kl. 13-15:30.

Fossá skógræktarfélag, á Fossá í Hvalfirði, báða dagana kl. 10-16.

Jólatrjáasölur skógræktarfélaganna helgina 8. – 9. desember

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Það eru ýmis skógræktarfélög sem verða með jólatré til sölu næstu helgi. Nánari upplýsingar á www.skog.is/jolatre


Skógræktarfélag Akraness, í Slögu á sunnudaginn kl. 12-15. Sjá einnig: https://www.skog.is/akranes/

Skógræktarfélag Árnesinga, á Snæfoksstöðum báða dagana kl. 11-6. Sjá einnig: http://www.skogarn.is/jolatrjaasalan-snaefoksstodum-2018/

Skógræktarfélag Eyfirðinga, í Laugalandsskógi báða dagana kl. 11-15.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, í Þöll við Kaldárselsveg, báða dagana kl. 10-18 og virka daga kl. 9-18. Sjá einnig: http://skoghf.is/

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, í Hamrahlíð sunnudaginn kl. 10-16. Sjá einnig: https://sites.google.com/site/skogurmosi/

Skógræktarfélag Reykjavíkur, á Jólamarkaði í Heiðmörk báða dagana kl. 12-17 og í Jólaskóginum á Hólmsheiði báða dagana kl. 11-16. Sjá einnig: http://heidmork.is/

Skógræktarfélag Skilmannahrepps, í Álfholtsskógi á laugardaginn kl. 13-15:30.

Fossá skógræktarfélag, á Fossá í Hvalfirði, báða dagana kl. 10-16.

Skógræktarfélag Kópavogs: Fræðslufundur- Skaðvaldar í trjágróðri

Með Fræðsla

Skógræktarfélag Kópavogs boðar til fræðslufundar fimmtudaginn 6. desember kl. 20:00 og er fundurinn haldinn í Kiwanishúsinu að Smiðjuvegi 13a, Kópavogi.

Halldór Sverrisson, sérfræðingur í plöntusjúkdómum hjá Skógræktinni, verður frummælandi og fjallar um það sem efst er á baugi varðandi skaðvalda í trjágróðri.  Halldór er annar tveggja höfunda að bókinni „HEILBRIGÐI TRJÁGRÓÐURS – SKAÐVALDAR OG VARNIR GEGN ÞEIM“ sem út kom árið 2014 og vakti mikla athygli og fékk góðar viðtökur. Þetta er bók sem allir gróðurræktendur ættu að hafa á náttborðinu.

 

Félagar eru hvattir til þess að fjölmenna á fundinn og taka með sér gesti. Allir velkomnir!

 

Veitingar verða í boði félagsins.

 

Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs

80 ára afmæli Skógræktarfélags Borgarfjarðar

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Borgarfjarðar fagnar 80 ára afmæli félagsins með afmælishátíð sunnudaginn 2. desember kl. 16:00, í salnum yfir Hátíðarsal Snorrastofu, héraðsskólahúsinu í Reykholti. Rakin verður saga félagsins, heiðraðir gamlir félagar og boðið upp á kaffiveitingar.

Sýningin Árið 1918 í Borgarfirði, sem sett hefur verið upp í Hátíðarsal Snorrastofu, er opin sama dag kl. 10:00-17:00.

Óskað eftir erindum og veggspjöldum á Fagráðstefnu skógræktar 2019

Með Fundir og ráðstefnur

Fagráðstefna skógræktar 2019 verður haldin á Hallormsstað 3.-4. apríl. Landnotkun og loftslagsmál verða meginviðfangsefni eða þema ráðstefnunnar að þessu sinni.

Ráðstefnan er að haldin í samstarfi Skógræktarinnar, Landgræðslu ríkisins, Landssamtaka skógareigenda, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarfélags Íslands og Skógfræðingafélags Íslands.

Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Öndum léttar – landnotkun og loftslagsmál. Upphafserindi heldur Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, og erindi tileinkuð yfirskriftinni verða uppistaðan í dagskránni fyrri daginn.

Erindi og veggspjöld óskast. Óskað er eftir erindum og veggspjöldum til kynningar á rannsóknum sem tengjast landnýtingu, loftslagsmálum, skógum, skógrækt eða skyldum málaflokkum og er skilafrestur er til 15. janúar 2019.

Sjá nánar á heimasíðu Skógræktarinnar: https://www.skogur.is/is/um-skograektina/frettir-og-vidburdir/frettir/oskad-eftir-erindum-og-veggspjoldum-a-fagradstefnu

Skógræktarfélag Garðabæjar: Myndasýning

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Garðabæjar verður með myndasýningu frá ferð skógræktarfélaga til Spánar nú í október, þar sem meðal annars var farið í þjóðgarð í Pýrenea-fjöllunum. Myndasýningin verður mánudaginn 26. nóvember í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli og hefst kl. 20:00.

Allir eru velkomnir á myndakvöldið, þar sem boðið verður upp á tertu í tilefni 30 ára afmælis Skógræktarfélags Garðabæjar.

skgbr-myndakvold

Jólatré og skraut frá skógræktarfélögunum – fyrstu möguleikar!

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Mörg skógræktarfélög selja jólatré og/eða skreytingaefni fyrir jólin. Fyrir þá sem vilja vera snemma á ferðinni í jólaundirbúningnum og huga snemma að jólatrénu eru nokkur félög sem eru með sölur núna í lok nóvember og byrjun desember. Sjá nánar á www.skog.is/jolatre

Skógræktarfélag Siglufjarðar verður með jólatrjáasölu laugardaginn 24. nóvember í Skarðdalsskógi.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er með jólatrjáa- og skreytingasölu í Þöll virka daga í desember kl. 9-18.

Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu á Jólamarkaðinum í Heiðmörk helgina 1-2. desember kl. 12-17.