Skip to main content
All Posts By

a8

Umsókn í Minningarsjóð Hjálmars R. Bárðarsonar og Else Bárðarson

Með Ýmislegt

Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else Bárðarson auglýsir rannsóknastyrki í landgræðslu og skógrækt, með sérstakri áherslu á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með lúpínu. Til úthlutunar verða um fjórar milljónir króna. Umsóknum skal skila eigi síðar en 25. janúar 2016.

Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðum Skógræktarfélags Íslands, Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins. Umsókn ásamt fylgigögnum skal skila í einu pappírseintaki og á tölvutæku formi. Ófullgerðum umsóknum verður vísað frá.

Nánari upplýsingar gefur formaður sjóðsins, Guðbrandur Brynjúlfsson, í síma 844-0429, netfang buvangur@emax.is.


Umsóknum skal skila til:

Landgræðslusjóður
b/t Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson
Þórunnartúni 6
105 Reykjavík

Jólatrjáasölur skógræktarfélaganna helgina 19.-20. desember

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélög víða um land selja jólatré núna fyrir jólin. Þau félög sem verða með jólatrjáasölu næstu helgi (19.-20. desember) eru:
 

Skógræktarfélag Akraness er með jólatrjáasölu í Slögu sunnudaginn 20. desember kl. 12-15. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – www.skog.is/akranes

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga er með jólatrjáasölu á Gunnfríðarstöðum helgina 19-20. desember kl. 11-15.

Skógræktarfélag Austurlands er með jólatrjáasölu í Eyjólfsstaðaskógi laugardaginn 19. desember kl. 12-15.

Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu á Snæfoksstöðum helgina 19.-20. desember kl. 11-16.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar er með jólatrjáasölu í Grafarkoti sunnudaginn 20. desember kl. 11-15, í samstarfi við Björgunarsveitina Heiðar og í Holti laugardaginn 19. desember, kl. 11-15, í samstarfi við Björgunarsveitina Brák.

Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólatrjáasölu í Laugalandsskógi helgina 19.-20. desember kl. 11-15.

Skógræktarfélag Eyrarsveitar er með jólatrjáasölu í Brekkuskógi við Grundarfjör helgina 19.-20. desember, kl. 13-15 á laugardeginum og kl. 13-16 á sunnudeginum.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er með jólatrjáa- og skreytingasölu í Þöll við Kaldárselsveg helgina 19.-20. desember, kl. 10-18.

Jólatrjáasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar opnar 10. desember og verður opin alla daga fram á Þorláksmessu, kl. 12-17 virka daga og kl. 10-16 um helgar. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://www.internet.is/skogmos/

Skógræktarfélagið Mörk er með jólatrjáasölu í Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu, sunnudaginn 20. desember kl. 13-15.

Skógræktarfélag Rangæinga er með jólatrjáasölu í Bolholtsskógi sunnudaginn 20. desember, kl. 13-16.

Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu á Jólamarkaðinum á Elliðavatni og í jólaskóginum á Hólmsheiði helgina 19.-20. desember. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://heidmork.is/

Fossá í Hvalfirði – Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps eru með jólatrjáasölu á Fossá í Hvalfirði helgina 12.-13. desember kl. 10-16.
 

Nánari upplýsingar á jólatrjáavef skógræktarfélaganna á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands – www.skog.is/jolatre.

Jólatrjáasölur skógræktarfélaganna helgina 12.-13. desember

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélög víða um land selja jólatré núna fyrir jólin. Þau félög sem verða með jólatrjáasölu næstu helgi (12.-13. desember) eru:
 

Skógræktarfélag Akraness er með jólatrjáasölu í Slögu sunnudaginn 13. desember kl. 12-15. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – www.skog.is/akranes

Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu á Snæfoksstöðum helgina 12.-13. desember kl. 11-16.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar er með jólatrjáasölu í Reykholti sunnudaginn 13. desember kl. 11-15 og í Grafarkoti sama dag kl. 11-15, í samstarfi við Björgunarsveitina Heiðar.

Skógræktarfélag Dýrafjarðar er með jólatrjáasölu á Söndum laugardaginn 12. desember kl. 13-15.

Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólatrjáasölu í Laugalandsskógi helgina 12.-13. desember, kl. 11-15. 

Skógræktarfélag Garðabæjar er með jólatrjáasölu í Smalaholti laugardaginn 12. desember kl. 12-16. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://www.skoggb.is/

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er með jólatrjáa- og skreytingasölu í Þöll við Kaldárselsveg helgina 12.-13. desember, kl. 10-18. Sjá nánar á heimasíðu félagsins –http://www.skoghf.is/

Skógræktarfélag Ísafjarðar er með jólatrjáasölu í teig ofan Bræðratungu laugardaginn 12. desember kl. 13-15.

Jólatrjáasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar opnar 10. desember og verður opin alla daga fram á Þorláksmessu, kl. 12-17 virka daga og kl. 10-16 um helgar. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://www.internet.is/skogmos/

Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu á Jólamarkaðinum á Elliðavatni og í jólaskóginum á Hólmsheiði helgina 12.-13. desember. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://heidmork.is/

Fossá í Hvalfirði – Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps eru með jólatrjáasölu á Fossá í Hvalfirði helgina 12.-13. desember kl. 10-16.
 

Nánari upplýsingar á jólatrjáavef skógræktarfélaganna á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands – www.skog.is/jolatre.

Jólafundur Skógræktarfélags Kópavogs

Með Fundir og ráðstefnur

Jólafundur Skógræktarfélags Kópavogs verður haldinn miðvikudaginn 9. desember 2015 kl. 20:00 í Gullsmára 13 (Félagsheimili aldraðra)

Dagskrá
1. Þorsteinn Tómasson jurtaerfðafræðingur flytur áhugavert erindi um tilraunir með erfðabreytt birki og skýrir frá árangri þessara tilrauna á síðustu árum
2. Bragi Michaelsson segir frá atvinnuátaki félagsins s.l sumar og félagstarfinu
3. Jólahappdrætti (10 jólatré eru vinningar kvöldsins)

Veitingar í boði félagsins.

 

Stjórn félagsins vonast til að sjá sem flesta félagsmenn og eru aðrir gestir einnig velkomnir!

 

Fundur: Ár jarðvegs – öld umhverfisvitundar – alda nýrrar hugsunar! Jarðvegsvernd gegn loftslagsbreytingum

Með Fundir og ráðstefnur

Miðvikudaginn 25. nóvember kl. 08:15-10:00 verður morgunverðarfundur á Nauthóli í Nauthólsvík undir yfirskriftinni ÁR JARÐVEGS – ÖLD UMHVERFISVITUNDAR – ALDA NÝRRAR HUGSUNAR! Jarðvegsvernd gegn loftslagsbreytingum. Fundurinn er sá síðasti í fundaröð sem Samstarfshópur um Alþjóðlegt ár jarðvegs 2015 hefur staðið fyrir undanfarna mánuði.

Á þessum fundum hefur verið opnað á umræðu um vistkerfi jarðar og tengsl jarðvegsverndar og sjálfbærrar þróunar. Sömuleiðis hvernig Íslendingar geta lagt sitt af mörkum til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga og stuðlað að framgangi nýrra heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Framsögur og pallborðsumræður á fundinum í Nauthóli munu taka mið af ofangreindu og fjalla um ábyrgð okkar sem þjóðar. Hvað getum við gert til að bregðast við umhverfisáskorunum nútímans og hvernig hrindum við þeim áformum í framkvæmd?

DAGSKRÁ

Opnun
Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri.

Af litlum fræjum í frjórri mold / Þórunn Pétursdóttir, Landgræðslunni.

Sjálfbærni til framtíðar Ný heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna / Anna Pála Sverrisdóttir, utanríkisráðuneytinu.

„Grunuð um Grósku“ Aukum umhverfisvitund / Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur.

Pallborðsumræður: Hver er ábyrgð okkar?
Umræðustjóri: Bogi Ágústsson, RÚV.
Þátttakendur: Kristín Helga Gunnarsdóttir, Bjartmar Alexandersson, Haukur Ingi Jónasson, Guðrún Pétursdóttir og Ólafur Arnalds.

Ávarp
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.

Fundarstjórar: Hafdís Hanna Ægisdóttir, Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Þröstur Freyr Gylfason, Félagi Sameinuðu þjóðanna.

Þátttökuskráningu þarf að senda á netfangið gudjon@land.is

Fræðslufundur: „Frá lofti í við – áhrif skóga og skógræktar á gróðurhúsalofttegundir“

Með Fundir og ráðstefnur

Mánudaginn 23. nóvember næstkomandi kl. 19:30 efna Skógræktarfélag Reykjavíkur og Garðyrkjufélag Íslands til fræðslufundar í sal Garðyrkjufélagsins í Síðumúla 1 Reykjavík.
Arnór Snorrason skógfræðingur flytur erindi sem hann nefnir „Frá lofti í við – áhrif skóga og skógræktar á gróðurhúsalofttegundir“.

Umræða um losun koltvíoxíðs út í andrúmsloftið og hvaða afleiðingar sú aukning kann að hafa loftslag hefur verið mörgum hugleikin, ekki síst nú um stundir í aðdraganda Parísarfundarins þar sem þjóðir heims ætla sér að sammælast um aðgerðir til að koma í veg fyrir skaðlega hlýnun jarðar.

Á Íslandi hafa farið fram rannsóknir á bindingu kolefnis með skógrækt til að vega upp á móti losun gróðurhúsalofttegunda.

Arnór Snorrason skógfræðingur á Rannsóknarstöð skógræktar á Mógilsá hefur um árabil rannsakað og mælt bindingu kolefnis í skógum á Íslandi. Í erindi sínu ætlar Arnór að fjalla um hvernig skógar hafa áhrif á gróðurhúsaloftegundir. Hver staðan sé hér á landi varðandi kolefnisbindingu með skógrækt og framtíðarmöguleika skógræktar sem leiðar til að milda áhrif loftslagsbreytinga.

Allir velkomnir. Aðgangseyrir er kr. 750.

Frækorn nr. 34 komið út

Með Fræðsla

34. tölublað Frækornsins er komið út. Nefnist það Skógarfuglar og fjallar það í stuttu máli um nokkrar algengar og sjaldgæfari tegundir skógarfugla.

Höfundur er Jón Ásgeir Jónsson skógfræðingur.

Frækornið fylgir með áskrift að Skógræktarritinu, en einnig er það selt í lausasölu. Hægt er að fá öll útkomin Frækorn í sérstakri safnmöppu.

Nánari upplýsingar undir Frækorninu hér á heimasíðunni.

Jóla- og tækifæriskort Skógræktarfélags Íslands árið 2015

Með Ýmislegt

Jóla- og tækifæriskort Skógræktarfélags Íslands árið 2015 er komið út. Kortið prýðir mynd eftir Ágúst Bjarnason og prýðir sú mynd einnig forsíðu 2. heftis Skógræktarritsins 2015.

Ekkert er prentað inn í kortin, þannig að þau nýtast áfram eftir jól sem afmæliskort, boðsmiðar eða hvað sem fólki dettur í hug.

Kortin eru seld 10 saman í pakka með umslögum á kr. 2.000.

Hægt er að nálgast kortin á skrifstofu Skógræktarfélags Íslands, í Þórunnartúni 6, 2. hæð (næsti inngangur við antikbúðina). Einnig eru til nokkrar gerðir af eldri kortum (sjá hér), á kr. 1.000.

Þá er einnig hægt að panta kortin í síma 551-8150 eða með tölvupósti til skog (hjá) skog.is og fá þau póstsend en þá bætist við póstburðargjald.

tkort2015-max

Skógræktarritið, 2. tbl. 2015, komið út

Með Fræðsla

Að vanda er að finna í ritinu fjölda áhugaverðra greina um hinar ólíku hliðar skógræktar. Fjallað er um Tré ársins 2015, sögu Skallagrímsgarðs í Borgarnesi, náttúruskóga í Síle í S-Ameríku, flokkun jólatrjáa, áhrif loftslagsbreytinga á byggðarmynstur og skipulag, nokkrar tegundir sveppa í viðarkurli, hugleiðingum um mótun vistkerfa, sagt er frá skógræktarferð til Póllands og aðalfundi Skógræktarfélags Íslands. Viðtal er við Óskar Þór Sigurðsson, fyrrverandi formann Skógræktarfélags Árnesinga og heiðursfélaga Skógræktarfélags Íslands. Einnig er minnst Sigurðar Blöndal skógræktarstjóra, Skúla Alexanderssonar og Óla Vals Hanssonar.

Frækornið, fræðslurit Skógræktarfélags Íslands, fylgir með til áskrifenda og fjallar það að þessu sinni um skógarfugla.

Kápu ritsins prýðir verkið ,,Skógar ljóss og skugga“ eftir Ágúst Bjarnason.

Skógræktarritið (áður Ársrit Skógræktarfélags Íslands) er eina tímaritið um skógrækt á Íslandi og aðalvettvangur skrifa íslenskra skógfræðinga og annarra sem áhuga hafa á hinum ýmsu hliðum skógræktar. Efni ritsins er því mjög fjölbreytt og víðtækt og má þar nefna umfjöllun um tiltekna skóga, staði eða trjátegundir, hinar ýmsu hliðar ræktunar og ræktunarskilyrða, skipulag skógræktar, rannsóknir, ferðasögur, viðtöl, minningagreinar og margt fleira.

Skógræktarritið kemur út tvisvar á ári og er selt í áskrift og í lausasölu. Hægt er að gerast á áskrifandi með því að hafa samband við Skógræktarfélag Íslands í síma 551 8150 eða með því að senda póst á netfangið skog@skog.is.

skogrit2015-2



Skógræktarfélag Hafnarfjarðar: Skógar- og garðaganga

Með Skógargöngur

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar efnir til göngu um Áslandið laugardaginn kemur 24. október, fyrsta vetrardag. Lagt verður af stað frá Áslandsskóla. Hugað verður að gróðri í görðum í Áslandi og gengið um skóginn við Ástjörn.

Lagt af stað kl. 11.00. Gangan tekur um tvær klukkustundir. Leiðsögumaður verður Steinar Björgvinsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins.

Nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins www.skoghf.is eða í síma: 555-6455.