Skip to main content
All Posts By

a8

Nýr samningur um Landgræðsluskóga undirritaður

Með Skógræktarverkefni

Nýr samningur um Landgræðsluskóga var undirritaður mánudaginn 11. febrúar og felur hann í sér áframhaldandi stuðning ríkisins við verkefnið, sem hefur það að markmiði, eins og segir í samningum „að græða lítt og ógróið land með fjölbreyttum skógum og stuðla þannig að ræktun skóga til útivistar fyrir almenning, endurheimt vistkerfa og eflingu líffræðilegrar fjölbreytni og framkvæmd stefnu íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum, sem og að vinna að framkvæmd laga um skógrækt og laga um landgræðslu“.

Skrifuðu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands undir samninginn, ásamt Árna Bragasyni landgræðslustjóra og Aðalsteini Sigurgeirssyni, staðgengli skógræktarstjóra, en Landgræðslu ríkisins og Skógræktinni er falið faglegt eftirlit með framkvæmd verkefnisins samkvæmt samningnum.

Landgræðsluskógaverkefnið hófst árið 1990 og var hleypt af stokkunum í tilefni 60 ára afmælis Skógræktarfélags Íslands, í samvinnu skógræktarfélaganna í landinu, Skógræktar ríkisins, Landgræðslu ríkisins og þáverandi landbúnaðarráðuneytis. Skógræktarfélag Íslands sér um stjórn verkefnisins, en skógræktarfélög um land allt sjá um framkvæmd þess á hverjum stað, svo sem gróðursetningu og umhirðu. Þinglýstir samningar eru gerðir um öll svæði sem gróðursett er í.

Nýi samningurinn gildir til næstu fimm ára og felur í sér 45-55 milljón króna árlegt framlag til verkefnisins, alls 260 milljónir yfir tímabilið.

landskog-undirritun

F.v. Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Aðalsteinn Sigurgeirsson, staðgengill skógræktarstjóra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Árni Bragason landgræðslustjóri við undirritun samningsins (Mynd: BJ).

Skógræktarfélag Árnesinga

Með Skógræktarfélög

Skógræktarfélag Árnesinga var stofnað árið 1940 og eru félagsmenn um 780. Formaður er Hreinn Óskarsson og framkvæmdastjóri er Bergur Þór Björnsson. Skógræktarfélag Árnesinga er deildaskipt.

Heimasíða: http://www.skogarn.is/
Facebook-síða: https://www.facebook.com/snaefokstadir 
Instagram: https://www.instagram.com/skograektarfelagarnesinga/
Netfang: skf (hjá) skogarn.is

Hafið samband:
Bergur Þór Björnsson
Sími (GSM): 845-4769
Netfang: bergur1411 (hjá) gmail.com

Hreinn Óskarsson
Grænuvöllum 3
800 Selfoss
Netfang: hreinn1971 (hjá) hotmail.com

Deildir
Skógræktardeild Ungmennafélags Laugdæla
Skógræktardeild U.M.F. Samhyggð
Skógræktarfélag Eyrarbakka
Skógræktarfélag Grímsnesinga
Skógræktarfélag Hraungerðishrepps
Skógræktarfélag Hrunamannahrepps
Skógræktarfélag Hveragerðis
Formaður er Eyþór H. Ólafsson
Kambahrauni 31
810 Hveragerði
Skógræktarfélag Miðhúsa
Skógræktarfélag Sandvíkurhrepps
Skógræktarfélag Selfoss
Heimasíða: www.hellisskogur.is
Skógræktarfélag Skeiðamanna
Skógræktarfélag Villingaholtshrepps

Reitir
Snæfoksstaðir, Faxareitur í Biskupstungum, Álfaskeið, Högnastaðaás, Stóranúpsreitur, Skagás, Fjallsreitur á Skeiðum, Timburhóll, Hjallagirðing í Ölfusi, Hamarinn í Hveragerði.

Skógræktarfélag Akraness

Með Skógræktarfélög

Skógræktarfélag Akraness er stofnað árið 1942 og eru félagsmenn um 110.
Formaður er Jens B. Baldursson.logoskakraness

Hafið samband:

Jens B. Baldursson
Dalbraut 21
300 Akranes

Sími (heima): 431-2379
Sími (GSM): 897-5148
Netfang: jensbb (hjá) internet.is

Heimasíða: http://www.skogak.com/
Facebook-síða: https://www.facebook.com/groups/326273417742172

Reitir
Skógræktarfélag Akraness hefur ræktað skóg á þrem svæðum. Elsta svæðið er nú í umsjá Akranesbæjar (Garðalundur). Félagið er nú með tvö skógræktarsvæði: í Garðaflóa meðfram þjóðveginum til Akraness (síðan 2002) og í Slögu í hlíðum Akrafjalls (síðan 1980).

Skógræktar- og landv.fél. undir Jökli

Með Skógræktarfélög

Skógræktar- og landverndarfélagið undir Jökli var stofnað árið 1990 og eru félagsmenn rúmlega 20. Formaður er Lydía Rafnsdóttir.

Hafið samband:
Lydía Rafnsdóttir
Eiríksbúð
356 Snæfellsbær

Sími (heima): 436-6735
Sími (GSM): 892-5302
Netfang: lydia (hjá) centrum.is

Reitir
Ræktunarsvæði við Ingjaldshól. Auk þess hefur félagið umsjón með Opnum skógi í Tröð.

Skjótum rótum

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Björgunarsveitirnar bjóða nú upp á nýja leið til að styrkja við hið öfluga og mikilvæga sjálfboðastarf björgunarsveitanna. Fyrir þau sem vilja draga úr magni flugelda sem það kaupir, eða vill ekki kaupa flugelda, er hægt að kaupa Rótarskot, en hvert slíkt skot gefur af sér tré sem plantað er með stuðningi Skógræktarfélags Íslands á Hafnarsandi í Ölfusi, í svokallaðan Áramótaskóg Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Hugmyndin að þessum valkosti er komin frá Rakel Kristinsdóttur og kviknaði hún í kjölfar BS-ritgerðar hennar, Eldfimt efni, þar sem hún kannaði fjármögnun björgunarsveitanna með tilliti til skotelda.

Allur ágóðinn af sölu Rótarskotanna rennur til björgunarsveitanna og eru sölustaðir hjá björgunarsveitum um allt land. Kaupandi fær umslag með skrauttré til að sýna að viðkomandi hafi styrkt verkefnið. Verð er frá 3.990 krónur.

Sjá umfjöllun á mbl.is og dv.is og Facebook-síðu verkefnisins.

Gleðileg jól

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Íslands, landssamband skógræktarfélaganna, óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

Sérstakar kveðjur fá aðildarfélög og félagsmenn þeirra, einnig aðrir velunnarar, samstarfs- og styrktaraðilar.

gledilegjol