Skip to main content

Atvinnuátak í Garðabæ

Með 15. júní, 2012febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

100 ungmenni fá vinnu við skógrækt, stígagerð og umhirðu á umsjónarsvæðum Skógræktarfélags Garðabæjar í sumar. Störfin verða aðallega unnin á útivistarsvæðunum í Smalaholti og Sandahlíð. Atvinnuátakið er samstarfsverkefni Skógræktarfélags Íslands, Garðabæjar og Skógræktarfélags Garðabæjar. Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar og Barbara Stanzeit, gjaldkeri Skógræktarfélags Garðabæjar, undirrituðu samning um atvinnuátakið í Smalaholti föstudaginn 15. júní. Þetta er fjórða árið í röð sem slíku atvinnuátaki er hleypt af stokkunum í Garðabæ og líkt og fyrri ár jafngildir samningurinn í ár tæpum 17 ársverkum (200 mannmánuðum).  Á þessum tíma hafa því verið sköpuð tæp 67 ársverk við skógrækt og umhirðu í Garðabæ.

Samningurinn er hluti af atvinnuátaki Skógræktarfélags Íslands sem nær um land allt. Í nafni átaksins hafa verið sköpuð um 50 ársverk á hverju ári síðan 2009 og stefnir í að svipaður fjöldi starfa verði til á þessu ári. Líkt og fyrri ár verða stærstu verkefnin að þessu sinni í Reykjavík, Garðabæ og Kópavogi.

atvatak-gbr

Magnús Gunnarsson, Gunnar Einarsson og Barbara Stanzeit handsala samninginn (Mynd: RF).