Guðmundur Örn Árnason skógfræðingur lést í Sunnuhlíð í Kópavogi 18. febrúar. Guðmundur var 79 ára að aldri, fæddur á Bragagötu 18. júní 1930. Guðmundur lætur eftir sig fimm uppkomin börn, en kona hans, Sólveig Ágústa Runólfsdóttir, lést árið 2005.
Guðmundur lauki námi sem skógfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum í Ási árið 1959. Hann starfaði í Skógræktarstöðinni Alaska, við Raunvísindastofnun Háskólans, sem kennari í Þinghólsskóla í Kópavogi og hjá Skógrækt ríkisins. Hann var einn stofnenda Skógræktarfélags Kópavog árið 1969 og var formaður þess til 1972 og framkvæmdastjóri félagsins 1972-1975. Hann var gerður heiðursfélagi Skógræktarfélags Kópavogs árið 2003 og hlaut viðurkenningu Skógræktarfélags Íslands fyrir framlag til skógræktar árið 2004.
Skógræktarfélag Íslands sendir fjölskyldu og vinum Guðmundar innilegar samúðarkveðjur.
Guðmundur Örn Árnason (Mynd: EG).