Dagana 18.-20. ágúst verður haldin alþjóðleg ráðstefna um líforku, PELLETime symposium.Ráðstefnan er hluti af PELLETimeverkefninu sem Héraðs-og Austurlandsskógar ásamt Skógrækt ríkisins á Austurlandi taka þátt í á vegum Norðurslóðaáætlunar Evrópusambandsins (NPP). Auk þessara aðila á Íslandi taka stofnanir í Skotlandi, Svíþjóð og Finnlandi þátt, Finnar leiða verkefnið.
Ráðstefnan fjallar um líforku, timbur og skyld efni og hvernig við getum nýtt okkar náttúruauðlindir á ábyrgan hátt. Ráðstefnan mun fara fram á ensku, en fyrirlesarar eru m.a. frá Íslandi, Noregi, Finnlandi og Svíðþjóð. Allt efni ráðstefnunnunnar fer fram á ensku.
Ráðstefnan fer fram á Hallormsstað á Fljótsdalshéraði og hefst á hádegi þann 18. ágúst. Ráðstefnugjöld eru kr. 5.000 og innifalið í því er ráðstefnan, tveir kvöldverðir og skoðunarferð þann 20. ágúst.
Nemar greiða engin ráðstefnugjöld.
Frekari upplýsingar veita Freyja Gunnarsdóttir (skogar@heradsskogar.is, 860-3577) eða Loftur Þór Jónsson (loftur@skograd.is, 895-5433). Sjá einnig: http://heradsskogar.is/index.php?option=com_content&task=view&id=184&Itemid=90