Skip to main content

Álfholtsskógur formlega opnaður sem Opinn skógur

Með 16. júní, 2020Fréttir

Í tilefni af formlegri opnun Álfholtsskógar í Skilmannahreppi sem Opins skógar verður efnt til hátíðardagskrár í skóginum laugardaginn 20. júní og hefst hún kl. 14:00.

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra opnar skóginn formlega með klippingu á borða. Ávörp flytja Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Reynir Þorsteinsson, formaður Skógræktarfélags Skilmannahrepps og Linda Pálsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar.

Að ávörpum loknum verður boðið upp á tónlistaratriði, gróðursetningu og veitingar. Dagskránni lýkur svo með göngu um skóginn í tilefni af Líf í lundi – útivistar- og fjölskyldudags í skógum landsins sem haldinn er í skógum víða um land þennan dag – sjá nánar á www.skogargatt.is.

Allir velkomnir!

Opinn skógur er samstarfsverkefni skógræktarfélaga og styrktaraðila. Markmiðið með verkefninu er að opna skógræktarsvæði við alfaraleiðir, sem eru í umsjón skógræktarfélaga, fyrir almenningi. Nú þegar hafa sextán svæði verið opnuð formlega.

Álfholtsskógur á Google Maps. Ekið er inn í  skóginn af Akrafjallsvegi.