Sumarhúsið og garðurinn bjóða upp á ýmisleg námskeið nú í ár, sem áhugaverð gætu verið fyrir skógræktarfólk. Má þar meðal annars nefna námskeið um ræktun ávaxtatrjáa og ræktun berjarunna, sem hefjast nú um mánaðamótin.
Framundan eru svo fleiri áhugaverð námskeið fyrir trjá- og skógræktendur, meðal annars námskeiðið Klipping trjáa og runna og viðarnytjar, Einn, tveir og tré, Skipulag og ræktun í sumarhúsalandinu og Skjólmyndun í garðinum.
Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Sumarhússins og garðsins (hér).
Það er hægt að rækta ýmsa ávexti hérlendis, eins og sjá má á þessu girnilega íslenska epli! (Mynd: RF).