Skógræktarfélag Borgarfjarðar stendur fyrir afmælisathöfn laugardaginn 26. október næst komandi kl. 13, við skóglendi félagsins í Grímsstaðagirðingu. Tilefnið er 75 ára afmælis félagsins í ár og til heiðurs gefendum landsins.
Að lokinni stuttri athöfn verður farið til bæjar og boðið upp á veitingar.
Allir velkomnir!
Til að komast að Grímsstaðagirðingunni er ekið sem leið liggur í gegnum Borgarnes, en á hringtorgi er beygt til vesturs og ekið eftir Snæfellsnesvegi (nr. 54). Eftir um 8 km er komið að afleggjara á hægri hönd sem liggur upp að Grímsstöðum. Eftir um 9 km á Grímsstaðavegi er komið að vegslóð á hægri hönd og liggur hún að skógræktargirðingunni.