Aðalfundur Skógræktarfélags V-Húnvetninga verður haldinn í Hlöðunni, veitingahúsi á Hvammstanga miðvikudaginn 17. september n.k. kl 20:30.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Bergsveinn Þórsson, svæðisstjóri Norðurlandsskóga í Húnavatnssýslum og Skagafirði, mæta og ræða um skógrækt og trjátegundir og sýna myndir frá starfseminni á liðnum árum.
Nýir félagar velkomnir í félagið og til fundarins.
Stjórn Skogræktarfélags V-Húnvetninga