Skip to main content

Aðalfundur Skógræktarfélags skáta við Úlfljótsvatn 2015

Með 24. mars, 2015febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags skáta við Úlfljótsvatn verður haldinn í húsakynnum Bandalags íslenskra skáta að Hraunbæ 123 þriðjudaginn 24. mars og hefst hann kl. 20:00.

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf

Veitingar í boði félagsins

Erindi – Ólafur Proppé.

Skógarskátar hafa starfað að skógrækt við Úlfljótsvatn allt frá árinu 1987 og lagt þar með vel til „undralands skátanna“. Núna er í undirbúningi stórmót, alheimsmót skáta og er þegar byrjað að ryðja land fyrir nýjum tjaldflötum á svæðinu og á það ugglaust eftir að gera einhverjar kröfur til skógarskáta um hugsanlega aðkomu að gróðursetningu þar.