Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2015 verður haldinn í húsi Björgunarsveitarinnar Kyndils, Völuteigi 23, Mosfellsbæ, þriðjudaginn 14. apríl kl. 20.00.
Dagskrá
1. Almenn aðalfundarstörf
2. Önnur mál
3. Ólafur Oddsson verkefnisstjóri Lesið í skóginn hjá Skógrækt ríkisins, heldur fyrirlestur um Skógrækt og skógarnytjar
Ólafur hefur kennt öllum aldurhópum tálgun og ferskar viðarnytjar frá 1999 og innleitt skógarnytjar í skólastarfi og kennt þau fræði við Menntavísindasvið HÍ, Landbúnaðarháskólann, Listaháskólann, Iðnskólann í Hafnarfirði, Fræðslu- og endurmenntunarmiðstöðvar um land allt auk þess að halda sérstök námskeið fyrir leik- og grunnskólakennara víða um land.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Nýir félagar velkomnir.
Kaffiveitingar verða á staðnum.