80. aðalfundur Skógræktarfélags Íslands verður haldinn dagana 14. – 16. ágúst og fer fundurinn fram í Hofi á Akureyri, en Skógræktarfélag Eyfirðinga er gestgjafi fundarins að þessu sinni.
Fundurinn hefst að morgni föstudagsins 14. ágúst og stendur fram að hádegi á sunnudaginn. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður fimmtándi Opni skógurinn formlega opnaður, skógurinn í Skarðdal á Siglufirði. Auk þess verða flutt fjölbreytt fræðsluerindi og farið í vettvangsferðir í skóglendi í nágrenni Akureyrar.
Aðalfundur félagsins er mikilvægur félagslegur vettvangur fyrir skógræktarfélögin, en þar gefst fundargestum kostur á að hitta nýja og gamla félaga innan skógræktarfélaganna.
Upplýsingar um fundinn má finna hér á heimasíðu félagsins, en auk þess verður hægt að fylgjast með gangi fundarins á Facebook-síðu félagsins.