Skip to main content

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2012

Með 24. ágúst, 2012febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi helgina 24.-26. ágúst. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða flutt fjölbreytt fræðsluerindi og farið í vettvangsferðir um Blönduósbæ og nærsveitir þar sem gestum gefst tækifæri á að kynnast því sem Austur-Húnvetningar eru að gera á sviði trjá- og skógræktar. Hápunktur fundarins er hátíðarkvöldverður í Félagsheimilinu á laugardagskvöld þar sem valinkunnir menn verða heiðraðir fyrir framlag sitt til skógræktar og dans stiginn fram á nótt.

Mikill sóknarhugur og bjartsýni einkennir starf Skógræktarfélags Íslands um þessar mundir enda hefur margt gerst á því ári sem liðið er frá síðasta aðalfundi. Meðal annars festi félagið kaup á jörðinni Úlfljótsvatni í samstarfi við skátahreyfinguna og stóð fyrir vel heppnuðum Jólatrjáamarkaði við Umferðarmiðstöðina. Að auki sinnti félagið hefðbundnum verkefnum svo sem Landgræðsluskógum, Yrkjugróðursetningum grunnskólabarna og atvinnuátaki í samstarfi við skógræktarfélög og sveitarfélög um land allt.

Dagskrá aðalfundar, starfsskýrslur Skógræktarfélags Íslands og Landgræðslusjóðs og aðrar gagnlegar upplýsingar má nálgast á vefsvæði Skógræktarfélags Íslands (hér).

 

Hægt verður að fylgjast með gangi fundarins á Facebook-síðu Skógræktarfélagsins (hér).