Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, Strandgötu 34, miðvikudagskvöldið 7. mars kl. 20.00.
Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum mun Ólafur S. Njálsson garðyrkjukandidat, eigandi garðplöntustöðvarinnar Nátthaga í Ölfusi, flytja erindi sem hann nefnir Aukin fjölbreytni gróðurs í útivistarskóga.
Félagið býður upp á kaffiveitingar í hléi.
Allir velkomnir.