Skip to main content

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 2017

Með 30. mars, 2017febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn í Apótekinu, Hafnarborg, fimmtudaginn 30. mars kl. 20.00. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum verður boðið upp á kaffiveitingar.

Að kaffihléi loknu mun Hannes Þór Hafsteinsson, náttúru- og garðyrkjufræðingur, flytja erindi sem hann nefnir “sígrænar plöntur á Íslandi“. Þar mun hann fjalla um sígræna runna, tré og jurtir sem þrífast við íslenskar aðstæður og gleðja augað árið um kring.

Allir velkomnir. Hægt er að gerast félagi á staðnum. Nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins: skoghf.is eða í síma: 555-6455 eða 894-1268 (Steinar). Netfang: skoghf@simnet.is