Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn laugardaginn 9. apríl í Apótekinu, Hafnarborg, Strandgötu 34. Fundurinn hefst kl. 14:00. Að loknu kaffihléi verður ráðstefna á sama stað um notagildi upplandsins og framtíð skógræktar í bæjarlandinu, í tilefni þess að Skógræktarfélag Hafnarfjarðar fagnar sjötíu ára afmæli sínu í ár.
Dagskrá ráðstefnu:
Kl. 15.00 – 17.00
Rósa Guðbjartsdóttir formaður bæjarráðs ávarpar fundinn
Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri – Árangur í skógrækt, við getum gert betur
Þráinn Hauksson landslagsarkitekt – Útivistartækifærin í upplandi Hafnarfjarðar
Pétur Svavarsson hlaupari – Utanvegahlaup um svæði Skógræktar
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins skoghf.is og fésbókarsíðu. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.