Aðalfundur Landverndar verður haldinn að Nauthóli við Nauthólsvík miðvikudaginn 26. maí. Húsið opnar kl. 14.30 og hefst fundur á almennum aðalfundarstörfum kl. 15.00.
Stjórn og starfsmenn Landverndar vinna um þessar mundir að stefnumótun fyrir samtökin sem miðar að því að skerpa áherslur og efla náttúruvernd á Íslandi. Við viljum gjarnan fá félaga og aðildarfélög til liðs við okkur í þessari vinnu og hefur í þeim tilgangi verið skipulagt svokallað framtíðarþing sem hefst að loknum aðalfundi kl. 16.30.
Dagskrá lýkur kl. 18.00 með afhendingu Bláfánans við Ylströndina í Nauthólsvík.