Aðalfundur Skógræktarfélagsins Ungviður verður haldinn föstudaginn 21. apríl kl. 18. Fundurinn er haldinn í bókasafninu á rannsóknastöð Skógræktarinnar á Mógilsá, milli trjáa og í stærsta bókasafni um skógfræði á Ísland. Einnig hægt að fylgjast með fundinum á netinu.
Dagskrá:
– Stutt kynning á Ungviði, því sem gert var árið 2022, starfsemi félagsins og skipulagi.
– Tekið á móti nýjum félögum, ræddar nýjar hugmyndir og ný verkefni og sett markmið ársins.
– Kosning stjórnar
Léttar veitingar og heitar pítsur verða í boði félagsins.
Allir velkomnir!