Aðalfundur Skógræktarfélagsins Merkur verður haldinn í skógarreitnum Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu fimmtudaginn 29. ágúst 2024 kl. 16:30.
Fundarefni venjuleg aðalfundarstörf. Þegar fundarstörfum lýkur verður gengið um reitinn og skógurinn skoðaður. Kaffiveitingar í boði félagsins. Njótum samveru í fögru umhverfi.
Félagar og aðrir áhugasamir um skógrækt eru hvattir til að mæta.