Skip to main content

Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2019

Með 7. apríl, 2019apríl 17th, 2019Fréttir, Fundir og ráðstefnur

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar mun halda aðalfund sinn þriðjudaginn 9. apríl kl. 20:00 í sal Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, Völuteigi 23.

Dagskrá:

  • Venjuleg aðalfundarstörf:
  1. Kosning fundarstjóra
  2. Skýrsla stjórnar 2018
  3. Reikningar félagsins 2018
  4. Ákvörðun um félagsgjöld 2019
  5. Stjórnarkjör
  • Kynning á nýrri vefsíðu félagsins
  • Önnur mál

Kaffiveitingar í boði félagsins

Reynir Kristinsson stjórnarformaður Kolviðar mun halda erindi þar sem hann mun fjalla almennt um Kolvið og framtíðarsýn.