Skip to main content

Rafræn félagsskírteini

Félagsskírteini skógræktarfélaganna er nú komið á rafrænt form og hægt að geyma í símanum. Ef þú ert félagsmaður í skógræktarfélagi og hefur ekki fengið tölvupóst með tengli til að nálgast það (og finnur slíkan póst ekki í ruslhólfinu) hafðu samband til að athuga hvort þú sért með virkt netfang skráð hjá okkur. 

Skírteinið er virkt svo lengi sem félagsmaður er skráður í skógræktarfélag. Skírteinið er uppfært árlega. Félagar með Android síma þurfa ekkert að gera, þar sem skírteinið uppfærist sjálfkrafa þegar það er opnað. Félagar með Iphone geta uppfært skírteinið með því að fara á „bakhlið“ skírteinisins (punktarnir þrír í hægra horninu uppi), smella á „Pass details“ og strjúka svo niður skjáinn og uppfærist skírteinið þá.

Hafið samband með tölvupósti á rf@skog.is eða hringið í síma 551-8150 ef vantar upplýsingar um skírteinin eða til að athuga með netfang.

Leiðbeiningar fyrir skírteinin

Tengill fyrir niðurhal til að ná í skírteini er sendur í tölvupósti á uppgefið netfang félagsmanns. Til að geta geymt skírteinið er notað svokallað veski (wallet) í símanum.

Ef fólk er með Apple síma er notað Apple Wallet appið sem er þegar í símanum. Myndavélin á símanum er opnuð og QR-kóðinn í tölvupóstinum skannaður. Ef tölvupóstur er skoðaður í símanum sjálfum er nóg að smella á tengil í póstinum og fylgja leiðbeiningum þar.

Ef fólk er með Android síma þarf að byrja á að hala niður í símann SmartWallet appinu (ef búið er að ná í rafrænt ökuskírteini er það nú þegar í símanum). Síðan er hægt að opna myndavélina inni í appinu (með því að smella á hringhnappinn með + merki) og skanna inn QR-kóðann í tölvupóstinum. Ef tölvupóstur er skoðaður í símanum sjálfum er nóg að smella á tengil í póstinum og fylgja leiðbeiningum þar.

Þetta er einfalt í framkvæmd en ef fólk treystir sér ekki í þetta er hægt að leita til vinar/barns/barnabarns eftir aðstoð við að setja skírteinið upp!

Nánari leiðbeiningar:

Tölvupóstur í síma (Android)

1) Ná í SmartWallet (frá Smart Solutions). Fara í Play Store, hala niður og setja upp.
2) Opna tölvupóstinn sem kom með tenglinum og smella þar á „Smelltu hér til þess að sækja passann þinn“.
3) Í glugga sem þá opnast með sýnishorni passa er netfang sett inn í reit þar undir „Netfang“ og svo smellt á „Búa til passa“.
4) Í næsta glugga sem opnast er smellt á „Niðurhala passa“ og velja þar „Open“ í stiku sem kemur efst.
5) Þá opnast gluggi með passanum og þar þarf að smella á „Add“.
6) Til að skoða skírteinið er svo opnað SmartWallet.

Tölvupóstur í tölvu (Android)

1) Ná í SmartWallet (frá Smart Solutions) í símann. Fara í Play Store, hala niður og setja upp. Athugið að það þarf að leyfa appinu að taka myndir (svo það geti skannað QR-kóða).
2) Opna tölvupóstinn í tölvunni og smella á „Smelltu hér til þess að sækja passann þinn“.
3) Þá opnast gluggi (Sæktu passann þinn núna) og er netfang sett inn í reit þar undir „Netfang“ og svo smellt á „Búa til passa“.
4) Þá opnast gluggi með QR-kóða.
5) Fara í símann og opna SmartWallet, ýta á hnapp til að bæta við (hringur með plús-merki), velja möguleika „Meðan verið er að nota forritið“ og svo bera síma upp að QR-kóða á tölvuskjánum þannig að kóðinn sé í mynd á símanum.
6) Samþykkja að veita aðgang (Leyfa) og þá opnast passinn inni í SmartWallet. Velja þar „Add“ og þá fer passinn í veskið.
7) Til að skoða skírteinið er svo opnað SmartWallet.