Skip to main content

Heiðmerkurhlaupið 2021

Með 20. september, 2021Fréttir

Heiðmerkurhlaupið verður haldið í annað sinn laugardaginn 25. september næst komandi í Heiðmörk.

Hlaupið er skipulagt af Skógræktarfélagi Reykjavíkur í samstarfi við Náttúruhlaup og gefst þar bæði fastagestum og nýjum áhugahlaupurum tækifæri til að kynnast stígakerfi Heiðmerkur og njóta þess að hlaupa í faðmi skógarins.

Hægt er að skrá sig í 4 kílómetra skemmtiskokk eða Ríkishringinn, sem er 12 kílómetrar.

Skráning í hlaupið er á hlaup.is þar sem má einnig finna nánari upplýsingar um hlaupið. Sjá einnig heimasíðu Skógræktarfélags Reykjavíkur – heidmork.is.