Julia C. Bos ver meistararitgerð sína í náttúru- og umhverfisfræði við deild Náttúru og skógar í Landbúnaðarháskóla Íslands sem nefnist „Effects of afforestation on soil properties, ecosystem C stocks and biodiversity in East Iceland” á ensku („Áhrif nýskógræktar á jarðveg, kolefnisforða og líffræðilega fjölbreytni á Fljótsdalshéraði“).
Leiðbeinendur eru próf. Bjarni Diðrik Sigurðsson og próf. Ólafur Arnalds við Landbúnaðarháskóla Íslands. Prófdómari er dr. Guðmundur Halldórsson, sérfræðingur hjá Landgræðslunni.
Vörnin fer fram þriðjudaginn 23. mars 2021 kl. 13:00 og verður streymt í gegnum Teams fjarfundabúnað. Öllum áhugasömum er velkomið að fylgjast með henni þannig.
Sjá nánar: http://www.lbhi.is/meistaravorn_julia_bos_i_natturu_og_umhverfisfraedi