Skip to main content

Skógræktarfélag Siglufjarðar 80 ára

Með 23. september, 2020Fréttir

Skógræktarfélag Siglufjarðar fagnaði 80 ára afmæli sínu þann 22. september, en félagið var stofnað þann 22. september 1940. Upphaflega fékk félagið úthlutað landi austanvert í Hólsdalnum sunnan Hóls og hóf þar gróðursetningu, en það reyndist of erfitt land og flutti félagið sig því yfir í Skarðdal, sem hefur verið aðal skógræktarsvæði félagsins síðan og vex þar nú nyrsti gróðursetti skógur landsins.

Skógræktarfélag Íslands óskar Skógræktarfélagi Siglufjarðar til hamingju með afmælið!

Stutt yfirlit yfir starf félagsins í tilefni afmælisins má lesa á vef Trölla – www.trolli.is.