Skógræktin og Landgræðslan hafa tekið höndum saman um átak í söfnun birkifræs nú í haust og verður fræinu sem safnast dreift á völdum svæðum í öllum landshlutum. Eru landsmenn hvattir til að taka þátt og hjálpa til við að breiða út birkiskóga landsins.
Frá miðjum september verður hægt er að fá söfnunarbox á starfsstöðvum Skógræktarinnar, Landgræðslunnar, Terru og í verslunum Bónus. Söfnunartunnur eru komnar í verslanir Bónus.
Nánar má lesa um söfnunina og hvernig á að safna fræjum á vefsíðunni birkiskogur.is.