Aðalfundur Skógræktarfélagsins Merkur verður haldinn laugardaginn 11. júlí kl. 13:30. Fundarstaður verður úti í sumargrænni náttúrunni í Landgræðslugirðingunni á Stjórnarsandi. Akið þjóðveg 1 frá hringtorginu á Klaustri ca. 700 m í austurátt, þá er beygt inn afleggjara til vinstri þar sem skógræktin blasir við. Stjórnarmenn taka þar á móti fundargestum og vísa nánar á fundarstað sem er í skóglendi skammt undan.
Fundarefni eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.
Að fundarstörfum loknum verður gengið um skógræktina á Stjórnarsandi undir leiðsögn skógfræðings og annarra skógræktarmanna.
Kaffi að göngu lokinni.
Félagar eru hvattir til að mæta á fundinn, aðrir áhugasamir eru að sjálfsögðu velkomnir.
Skógræktarfélagið Mörk,
Kirkjubæjarklaustri.