Skip to main content

4000 Rótarskot gróðursett í nýjan Áramótaskóg við Lækjarbotna

Með 15. júní, 2020Fréttir

Miðvikudaginn 10. júní komu saman félagar úr Slysavarnarfélaginu Landsbjörg og Skógræktarfélagi Íslands við Lækjarbotna og gróðursettu 4.000 Rótarskot í Áramótaskóg á Selfjalli við Lækjarbotna.

Fyrir síðustu áramót buðu björgunarsveitirnar Rótarskot til sölu undir merkjum Skjótum rótum á Flugeldamörkuðum björgunarsveitanna og seldust um 8 þúsund Rótarskot fyrir síðustu áramót. Önnur Rótarskot verða gróðursett á vegum deilda víðsvegar um land. Svæðið sem gróðursett var í á Selfjalli er í umsjón Skógræktarfélags Kópavogs.

Í desember á sl. ári gerðu samtökin Slysavarnarfélagið Landsbjörg og Skógræktarfélag Íslands með sér samstarfssamning til þriggja ára um sölu Rótarskota sem ætlað er að styrkja mikilvægt sjálfboðastarf björgunarsveitanna auk þess sem skógrækt og ræktun þeirra verður á ábyrgð Skógræktarfélags Íslands og aðildarfélaga þess. Markmiðið er að rækta upp fjölbreytta skóga sem vaxa sem víðast um land sem geta um leið stuðlað að umhverfisbótum og bindingu kolefnis öllum landsmönnum til hagsbóta.

Birki nýkomið í jörðina.

Hjálpast að við að afferma plönturnar.

Gróðursetning.