Afar lítið lerkifræ er nú fáanlegt frá þeim finnsku frægörðum sem útvegað hafa slíkt fræ til skógræktar á Íslandi. Dugar það fræ sem fæst á þessu vori aðeins til að framleiða um 80.000 plöntur til afhendingar næsta ár. Jafnvel þótt eitthvað verði til af fræi af lerkiblerkiblendingnum ‘Hrym’, sem Skógræktin framleiðir, er ljóst að mun minna lerki verður á boðstólum en verið hefur undanfarin ár.