Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2019 hefst á föstudaginn 30. ágúst og stendur fram á sunnudag. Að þessu sinni er fundurinn haldinn í Kópavogi og er Skógræktarfélag Kópavogs gestgjafi fundarins, en það fagnar 50 ára afmæli í ár.
Að venju hefst fundurinn kl. 9:30 á föstudeginum með afhendingu fundargagna. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða flutt fjölbreytt fræðsluerindi og farið í vettvangsferðir, þar sem skógarreitir og gróðurlendur í Kópavogi verða skoðuð.
Nánari upplýsingar um fundinn má finna hér á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands, en auk þess verður hægt að fylgjast með gangi fundarins á Facebook– og Instagram-síðum félagsins.