Skip to main content

Ný trjátegund á Vopnafirði

Með 29. júní, 2018febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Það var lengi trú manna að ekki væri hægt að rækta tré á Vopnafirði en undanfarin 50 ára hafa sýnt að sú trú manna stenst ekki. Þar þrífast margar tegundir og hæstu tré eru trúlega komin vel yfir 10 m á hæð. Sífellt bætast við tegundir sem þrífast hér. Við góð vaxtaskilyrði og svolitla auka umönnun er jafn vel hægt að rækta tegundir eins og eik, álm, ask og eplatré.

Nýlega bættist svo ný og einkar áhugaverð tegund við, sem ekki hefur sést áður og virðist mjög sjaldgæf á Íslandi. Tréð fannst skammt utan við þorpið nálagt tóftunum af bænum Hlíðarenda í norðanverðum Tangasporði. Tréð er sérstak afbrigði af ösp (Populus) allt að 5 m á hæð með mjög sérstaka ávexti. Það sem einkennir þessa ávexti eru skærir litir og einkennileg form. Ávextirnir virðast bætast við hvenær sem er á árinu. Ákveðið hefur verið að gefa trénu nafnið: Snuddu-tré (Populus gummata).

Áhugavert verður að fylgast með þroska trésins á komandi árum. – Fjölgar ávöxtum? Koma nýjir litir? Hverfa ávextirnir? Og síðast en ekki síst – á tréð eftir að fjölga sér á landsvísu?


snuddutre