Hinn árlegi sjálfboðaliðadagur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn laugardaginn 24. september kl. 10:00 – 12:00. Gróðursett verður í Vatnshlíðarlund til minningar um hjónin Hjálmar R. Bárðarson og Else S. Bárðarson. Mæting er í Vatnshlíð norðan við Hvaleyrarvatn. Verkfæri og plöntur á staðnum. Boðið verður upp á hressingu í Þöll að lokinni gróðursetningu.
Allir velkomnir, ungir sem aldnir. Nánari upplýsingar í síma: 555-6455, 894-1268 (Steinar) eða 849-6846 (Árni).
Vegvísir: Akið Kaldárselsveginn til suðurs. Beygið til hægri Hvaleyrarvatnsveg. Þegar komið er upp á hæðina er beygt strax til hægri í átt að kartöflugörðunum sem þar eru og síðan til vinstri eftir akvegi sem liggur eftir Vatnshlíðinni endilangri. Þetta er botnlangi og þar er hægt að leggja.