Skógardagur skógræktarfélagsins Merkur verður haldinn í Seglbúðum laugardaginn 29. ágúst kl. 13:30.
Mæting er við Seglbúðir þar sem byrjað verður á að skoða skógarreitinn þar, undir leiðsögn Guðrúnar og Jóns á Seglbúðum. Að því loknu verður farið að heimili þeirra, þar sem Skógræktarfélagið mun bjóða upp á hressingu í garðinum.
Garðurinn í Seglbúðum er með þeim elstu í Skaftárhreppi. Þar má sjá nokkur aldargömul tré.
Allir áhugasamir hjartanlega velkomnir.
Njótum útivistar !
Skógræktarfélagið Mörk,
Kirkjubæjarklaustri.