Það eru mörg skógræktarfélög sem selja jólatré nú um helgina.
Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu á Snæfoksstöðum í Grímsnesi, báða dagana kl. 11-16.
Skógræktarfélag Borgarfjarðar og Björgunarsveitin Heiðar eru með jólatrjáasölu í Grafarkoti í Stafholtstungum, kl. 12-16 báða dagana. Sunnudaginn 14. desember er Skógræktarfélag Borgarfjarðar með jólatrjáasölu í Reykholti í Reykholtsdal, kl. 12-16.
Skógræktarfélag Dýrafjarðar og Skógræktarfélag Ísafjarðar eru með jólatrjáasölur laugardaginn 13. desember, að Söndum í Dýrafirði og reit ofan Bræðratungu, kl. 13-15.
Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólatrjáasölu í Laugalandsskógi á Þelamörk, báða dagana kl. 11-15.
Skógræktarfélag Garðabæjar er með jólatrjáasölu í Smalaholti laugardaginn 13. desember, kl. 12-16.
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er með jólatrjáa- og skreytingasölu í Selinu, bækistöðvum félagsins og Þallar, við Kaldárselsveg í Hafnarfirði. Opið báða dagana kl. 10-18.
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar er með jólatrjáasölu í Hamrahlíð við Vesturlandsveg. Opið um helgar kl. 10-16, en kl. 12-16 virka daga til 23. desember.
Skógræktarfélag Rangæinga er með jólatrjáasölu á Bolholti á Rangárvöllum sunnudaginn 14. desember, kl. 13-16.
Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu á Jólamarkaðinum á Elliðavatni, opið báða dagana kl. 11-16. Jólaskógurinn á Hólmsheiði verður opinn báða dagana, kl. 11-16.
Skógræktarfélag Skagfirðinga er með jólatrjáasölu í Hólaskógi og skógarreit við Varmahlíð sunnudaginn 14. desember kl. 12-16.
Skógræktarfélag Skilmannahrepps er með jólatrjáasölu í Álfholtsskógi, báða dagana. Opnað um hádegisbil.
Fossá í Hvalfirði – Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps eru með jólatrjáasölu á Fossá í Hvalfirði báða dagana kl. 10:30-15:00.
Nánari upplýsingar á jólatrjáavef skógræktarfélaganna á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands – www.skog.is/jolatre.