Skip to main content

Vinabæjartré frá Reykjavík til Tórshavnar 2013

Með 5. desember, 2013febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Reykjavíkurborg gaf Þórshafnarbúum jólatré og voru ljósin á því tendruð við hátíðlega athöfn í miðborg Þórshafnar þann 30. nóvember. Afhenti Elsa Yeoman, forseti borgarstjórnar, tréð fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Jón Gnarr, borgarstjóri, vildi með einhverju móti þakka Færeyingum þá frændsemi og vináttu sem þeir hafa sýnt Íslendingum í gegnum tíðina og var ákveðið í að færa þeim jólatré að gjöf í samvinnu við Skógræktarfélag Reykjavíkur, sem gaf tréð og Eimskip,sem sá um flutning þess til Færeyja.

Jólatréð var höggvið á svæði Skógræktarfélagsins á Heiðmörk þann 20. nóvember. Er tréð sitkagreni, af kvæminu Homer. Var það gróðursett árið 1960, af stúlknahópi Vinnuskóla Reykjavíkur, ásamt starfsfólki Skógræktarfélagsins. Nú, rúmri hálfri öld síðar, reyndist tréð vera orðið 12 m hátt og 40 cm í þvermál.

Jón Gnarr, borgarstjóri, vildi með einhverju móti þakka Færeyingum þá frændsemi og vináttu sem þeir hafa sýnt Íslendingum í gegnum tíðina og var ákveðið í að færa þeim jólatré að gjöf. Þetta er fyrsta jólatréð sem Reykjavíkurborg gefur Þórshöfn og er það von borgarstjóra að þessi siður verði viðhafður ár hvert héðan í frá til að minna á og treysta hin tryggu vinabönd milli þjóðanna tveggja.

faereyjar1

Unnið að því að reyra greinar trésins saman  (Mynd: Sk.Rvk.).

faereyjar2

Dráttarvél (sem er nokkuð stór) notuð til að lyfta trénu upp á flutningabíl (Mynd: Sk.Rvk.).

faereyjar3

Tréð komið upp á svokallað fleti á vörubílnum. Á fletinu ferðast tréð til Færeyja (Mynd: Sk.Rvk).

faereyjar4

Tréð leggur af stað úr Heiðmörk í sína langferð til Tórshavn (Mynd: Sk.Rvk.).

faereyjar5

Tréð komið upp tendrað í Tórshavn (Mynd: Alan Brockie).