Skip to main content

Hæsti hlynur í Hafnarfirði?

Með 10. október, 2013febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar stóð fyrir göngu um Suðurbæ Hafnarfjarðar laugardaginn 5. október og var þar meðal annars hugað að trjágróðri í görðum bæjarbúa og tré þar mæld. Var meðal annars mældur myndarlegur hlynur (sjá á mynd að neðan) og mældist hann 14,5 m á hæð og er þar með að öllum líkindum hæsti hlynur í Hafnarfirði. Eru einhver önnur tilboð um hæsta hlyninn?

skhf1

Þátttakendur í göngunni skoða trjágróðurinn (Mynd: Sk. Hafnarfjarðar).

skhf2

Steinar Björgvinsson mundar mælitækið (Mynd: Sk. Hafnarfjarðar).

skhf3

Hlynurinn myndarlegi (Mynd: Sk. Hafnarfjarðar).