Sunnudaginn 18. ágúst verður hinn árlegi Skógar- og útivistardagur fjölskyldunnar haldinn hátíðlegur í Höfðaskógi. Dagskráin stendur á milli kl. 14:00-17:00.
Bænalundur – Höfðaskógi – kl. 14:00
Helgistund í umsjón séra Gunnþórs Ingasonar
Ganga með Jónatan Garðarssyni formanni Skógræktarfélags Hafnarfjarðar að lokinni helgistund. Gangan tekur um eina klukkustund.
Bækistöðvar Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Þallar við Kaldárselsveg – kl. 14:45-17:00.
Þórður Marteinsson leikur ljúf lög á harmonikku
Skógargetraun fyrir yngstu kynslóðina. Dregið úr réttum svörum og verðlaun veitt kl. 16:30.
Heitt í kolunum á hlaðinu. Komið með á grillið.
Heitt á könnunni í boði Skógræktarfélagsins.
Hestamiðstöð Íshesta, Sörlaskeiði 26 – kl. 15:00-16:00.
Börnin fá að fara á hestbak í gerðinu við Hestamiðstöð Íshesta.
Skátalundur, skátaskálinn við Hvaleyrarvatn – kl. 15:00-17:00.
Sýning á útskornum munum úr tré.
Hnútakennsla og galdrahnútar fyrir börnin.
Kanóar á Hvaleyrarvatni.
Heitt kakó á könnunni
Gömlu góðu leikirnir í boði ÍTH.
Nánari upplýsingar í síma Skógræktarfélagsins: 555-6455 eða 894-1268.