Þó nokkur skógræktarfélag munu selja jólatré núna síðustu helgina fyrir jól. Það er öllum í hag að kaupa ferskt íslenskt jólatré af skógræktarfélögunum og styrkja jafnframt skógræktarstarfið í landinu.
Eftirtalin skógræktarfélög eru með jólatré til sölu nú helgina fyrir jól. Nánari upplýsingar eru á jólatrjáavef skógræktarfélaganna (sjá hér).
Skógræktarfélag Austurlands
Eyjólfsstaðaskógi helgina 18.-19. desember, kl. 10-16.
Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga
Gunnfríðarstöðum og Fjósum sunnudaginn 19. desember, kl. 11-15.
Skógræktarfélag Árnesinga
Snæfoksstöðum í Grímsnesi helgina 18.-19. desember, kl. 11-16.
Skógræktarfélag Borgarfjarðar
Daníelslundi og Reykholti, í samvinnu við björgunarsveitir á félagssvæðinu, helgina 18.-19. desember.
Skógræktarfélag Eyfirðinga
Laugalandi á Þelamörk helgina 18.-19. desember, kl. 11-14:30.
Skógræktarfélag Garðabæjar
Smalaholti, laugardaginn 18. desember, kl. 12-16.
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
Selinu við Kaldárselsveg (Höfðaskógi) helgina 18.-19. desember, kl. 10-18.
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar
Hamrahlíð við Vesturlandsveg helgina 18.-19. desember, kl. 10-16. Einnig opið á virkum dögum 12-16. desember.
Skógræktarfélagið Mörk
Reit skógræktarfélagsins í Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu sunnudaginn 19. desember, kl. 13-16.
Skógræktarfélag Rangæinga
Bolholti sunnudaginn 19. desember, kl. 12-15.
Skógræktarfélag Reykjavíkur
Helgina 18.-19. desember á Jólamarkaði félagsins að Elliðavatni, kl. 11-17 og í Hjalladal í Heiðmörk kl. 11-16. Einnig í Kauptúni 3 í Garðabæ alla daga fram að jólum, klukkan 15-21 virka daga og 10-21 um helgar.
Fossá í Hvalfirði – Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps
Fossá í Hvalfirði helgina 18.-19 desember, kl. 10-16.