Skip to main content

Næst hæsta eik landsins?

Með 24. október, 2009febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Fyrir stuttu birtist hér frétt um hávaxna eik í garði við Háagerði 11 í Reykjavík.  Í kjölfarið á því auglýsti Skógræktarfélag Reykjavíkur eftir upplýsingum um fleiri stæðilegar eikur hér á landi og barst félaginu ábending um myndarlega eik á Akureyri, í garði við Hafnarstræti 63, frá Bergsveini Þórssyni. Sú eik reyndist 5,35 m á hæð. Í spjalli við Jón Hilmar Magnússon, eiganda eikarinnar, kom fram að hann fékk árið 1978 akörn frá Hannover í Þýskalandi, tínd í skógi skammt utan borgarinnar, og kom til af því eikinni með þessum góða árangri.

eik-akureyri
(Mynd: Bergsveinn Þórsson)