Skip to main content

Tré ársins 2009

Með 22. september, 2009febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Tré ársins 2009 verður útnefnt við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 24. september kl. 16:30.

Tré ársins að þessu sinni  er hengibjörk  (Betula pendula) í Kjarnaskógi á Akureyri. Hengibjörk er fágæt trjátegund hérlendis og er tréð í Kjarnaskógi sérlega glæsilegur fulltrúi tegundarinnar. 

Mæting er við þjónustuhúsið í Kjarnakoti (nr. 1 á korti að neðan), en þaðan er stutt ganga að trénu.

Skógræktarfélag Íslands velur Tré ársins og er útnefningunni ætlað að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt.

trearsins-kjarnakot