Laugardaginn 12. september verður árlegur vinnudagur að hausti á Fossá í Hvalfirði. Mæting er kl. 10 og verða veitingar á staðnum.
Það er mjög margt sem þarf að gera á Fossá að þessu sinni.
-
Eftir mikla grisjun þarf að taka til í skóginum þannig að hægt sé að koma grisjunarvið í burtu og selja og afla félaginu þannig fjár.
-
Ganga með girðingu kringum jörðina og leggja mat á ástand hennar og brýnustu aðgerðir næsta sumar.
-
Velja torgtré fyrir komandi fæðingarhátíð frelsarans.
-
Taka til á svæðinu eftir framkvæmdir við aðkomu.
-
Planta 6 – 8 bökkum af greni í jólatrjáakra sem voru úðaðir með roundup, tilraun sem metin verður næsta sumar, Plöntur sem félagsmenn settu niður á vinnukvöldi síðastliðið vor þrífast með ágætum, öllum til mikillar gleði.
-
Fræðast um það sem unnið hefur verið að í sumar og er í vændum vegna opins skógar næsta ár. Sjá svæðið, með eigin augum.
Nánari upplýsingar veitir Eiríkur Páll, s. 864-2865.