Skip to main content

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur 2018

Með 21. mars, 2018febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

Skógræktarfélag Reykjavíkur heldur aðalfund sinn árið 2018 miðvikudaginn 21. mars næstkomandi kl. 20:00 í sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1 (gengið inn Ármúla megin).

Dagskrá:

• Skýrsla um starfsemi félagsins síðastliðið ár.
• Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
• Kosning samkvæmt félagslögum.
• Tillögur um framtíðarstarfsemi félagsins.
• Önnur mál.

Sævar Hreiðarsson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, flytur erindið Eiginleikar íslensks trjáviðar, þéttleiki og ending. Byggir það á meistaraverkefni hans við Landbúnaðarháskóla Íslands.